fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fókus

Arkitektar selja gullmola í Hvassaleiti – Geggjaður garður og grannar

Fókus
Þriðjudaginn 30. mars 2021 10:36

Mynd: Fasteignaljosmyndun.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þór Hersisson arkitekt og eiginkona hans landslagsarkitektinn Sigríður Brynjólfsdóttir hafa sett á sölu glæsilegt raðhús sitt í Hvassaleiti. Húsið er þriggja hæða og einstaklega vel skipulagt, birt stærð eignar samtals 271,7 fm. Ásett verð er 114,5 milljónir.

Eldhúsið og borðstofan er skemmtilega uppsett en upprunalegur veggur milli elshúsins og borðstofu hefur verið fjarlægður og skápur settur í staðinn. Opið er á milli skápanna sem gefur rýminu meiri birtu og klárlega mun meiri stemmingu. Arinn er í stofunni sem er björt með stórum gluggum og smekklega innréttuð.

Garðurinn hentar fullkomlega undir partýhald af öllum toga þar sem svalirnar geta verið einskonar svið og snúa út í garð.

Í næstu götu er svo húsalengjan sem kvikmyndin vinsæla, Undir trénu var tekin upp í. Sú kvikmynd snérist um nágrannaerjur en það þykja þó litlar líkur á því þar sem nágrannar Ólafs og Sigríðar eru annálaðir gleðipinnar.

Má þá helst nefna Braga Valdimar Skúlason Baggalút og sjónvarpsstjörnu og eiginkonu hans Þórdísi Heiðu Kristjánsdóttur tónlistarkennara. Ágústa Kristín Andersen hjúkrunarfræðingur og Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður og fyrrum stjórnarformaður Orkuveitunnar í Reykjavík búa einnig í sömu götu. Haraldur er pabbi Matta í Hatara og þykja þau hjónin áberandi skemmtileg.

Myndir: Fasteignaljosmyndun.is

Fullkominn partýgarður! Fasteignaljosmyndun.is
Rýmið er opið og bjart. Takið eftir fallegu myndinni eftir Karólínu Lárusdóttir. Fyrir innan hurðina er svo forstofa og gestasalerni. Fasteignaljosmyndun.is
Fasteignaljosmyndun.is
Innbyggðar hillur í stofunni og borðstofunni gefa rýminu mikla fágun. Fasteignaljosmyndun.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Robbie Williams berskjaldaði sig á sviði varðandi fjölskylduvandamálin – „Hún veit ekki hver ég er lengur“

Robbie Williams berskjaldaði sig á sviði varðandi fjölskylduvandamálin – „Hún veit ekki hver ég er lengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 1 viku

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri
Fókus
Fyrir 1 viku

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“