fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Fókus

Logi Pedro um hvernig það hafi verið að eignast barn einhleypur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. mars 2021 15:00

Logi Pedro Stefánsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Hann á von á barni í ágúst með kærustu sinni Hallveigu Hafstað Haraldsdóttur.

Fyrir á Logi soninn Bjart Esteban með tónlistar- og leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur. Logi og Þórdís voru par en voru hætt saman áður en Bjartur fæddist. Þáttastjórnandi Einkalífsins, Stefán Árni Pálsson, spyr hvernig hann hafi tekist á við það.

„[Þetta var] rosa flókið ferli. Það var erfitt. En svo vinnur maður í því þegar maður á barn. Hún stendur sig mjög vel í því að vera móðir hans og okkar samskipti eru mjög jákvæð,“ segir Logi.

Aðspurður hvort það hafi verið erfitt að sætta sig við að hitta son sinn ekki á hverjum degi segir Logi: „Þegar maður eignast barn eru svo miklar tilfinningar í spilinu. Sérstaklega ef foreldrar eru ekki saman þá er stöðugt óvissuástand. En þetta er bara eitthvað sem maður verður að vinna í.“

Logi og Hallveig hafa verið saman í þrjú ár og eiga von á barni í ágúst. Þetta er fyrsta barn Hallveigar.

„Við eigum rosa gott samband,“ segir Logi. „Þetta er búið að vera frábært, við einhvern veginn smullum saman.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti í skrifstofuvinnunni og byrjaði á OnlyFans

Hætti í skrifstofuvinnunni og byrjaði á OnlyFans
Fókus
Í gær

Vekur athygli fyrir naktar óléttumyndir – „Nú er ég með stærri rass og frekar fín brjóst“

Vekur athygli fyrir naktar óléttumyndir – „Nú er ég með stærri rass og frekar fín brjóst“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur sagði „JÁ“ við Kristján

Hrafnhildur sagði „JÁ“ við Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg spyr Eddu hvort hún hafi tekið sig upp stunda kynlíf – „Þarna er upplifun okkar algjörlega ólík“

Sigga Dögg spyr Eddu hvort hún hafi tekið sig upp stunda kynlíf – „Þarna er upplifun okkar algjörlega ólík“