fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sykursæt hefnd brúðar gegn tengdamóður sinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 15. mars 2021 14:16

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum öll heyrt þessa sögu áður, eða einhverja útgáfu af henni. Tengdamóður og tengdadóttur kemur illa saman og greyið sonurinn lendir þarna einhvers staðar á milli.

Það er óskrifuð, en mjög mikilvæg, regla að konur eigi ekki að klæðast hvítu í brúðkaupi, nema þær séu að sjálfsögðu brúðurin. En þessi tengdamóðir ætlaði að gefa skít í þessa reglu, enda sérstakur dagur fyrir hana líka.

Greip til sinna ráða

Bandarísk kona segir sögu sína á Reddit og lýsir því hvernig henni tókst að ná fram sætri hefnd gegn tengdamóður sinni.

Konan bauð tengdamóður sinni með að kaupa brúðkaupskjól, sem hún sá strax eftir þar sem tengdamóðir hennar ákvað líka að kaupa sér brúðkaupskjól. Það er rétt, tengdamóðir hennar keypti sér hvítan brúðkaupskjól til að klæðast á brúðkaupsdegi sonar síns.

Konan og afgreiðslukonan reyndu að útskýra fyrir tengdamóðurinni að þetta væri mjög óviðeigandi. En tengdamóðirin var harðákveðin, hún ætlaði að klæðast hvítu þar sem þetta væri „líka hennar dagur.“

Konan greip þá til sinna ráða. Án þess að segja tengdamóður sinni, þá ákvað hún að klæðast bleiku á brúðkaupsdaginn og láta brúðarmeyjar sínar og móður sína klæðast hvítu. Þannig að tengdamóðir hennar myndi falla í hópinn.

„Við sögðum henni ekki neitt. Hún mætti á brúðkaupsdaginn og var svo hissa og rauð í framan. Brúðkaupið var fallegt, en hún var reið á svipinn allan tímann.“

Daginn eftir brúðkaupið hringdi tengdamóðirin í son sinn. „Hún las yfir honum og sagði að við hefðum verið vond við hana og leyfðum henni ekki að vera sérstök og tókum athyglina frá henni.“

„Eiginmaður minn er einkabarn og móðir hans fráskilin. Hún treystir mikið á hann til að sjá um ýmis húsverk og annað sem þú myndir biðja eiginmann þinn um að gera. Samkvæmt eiginmanni mínum hefur hún hatað allar kærustur hans og ég er engin undantekning. Ég er að stela barninu hennar!“ skrifar konan í færslunni.

Konan segist alltaf vera kurteis við tengdamóður sína, þrátt fyrir að tengdamóðir hennar fari langt yfir strikið. „Hún hefur keypt sama bíl og ég, í sama lit, á innan við mánuði eftir að ég fékk minn. Hún heimtaði að við myndum eyða Valentínusardeginum með henni, spurði eiginmann minn af hverju hann færi aldrei með hana í ferðalög, nefndu það,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta