fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Fókus

Nanna fékk hrós fyrir að hafa grennst – Það sem fólk vissi ekki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. mars 2021 11:00

Nanna Kaaber. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafræðingurinn Nanna Kaaber Árnadóttir hvetur fólk til að hætta að hrósa öðrum fyrir útlit, sérstaklega þegar við kemur þyngdartapi. Hún segir að fólk veit oft ekki hvaða ástæður liggja að baki þyngdartapsins og geta slíkar athugasemdir haft skaðleg áhrif.

Nanna talar af eigin reynslu og vekur athygli á málinu í færslu á Instagram. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila færslunni áfram með lesendum.

Leið ömurlega en fékk hrós

Þegar Nanna var ólétt af elsta stráknum sínum glímdi hún við skelfilega morgunógleði. Hún hélt engu niðri og ældi um tíu sinnum á dag.

„Mér leið ömurlega. Ég ældi og ældi og hélt engu niðri og missti sex kíló á tólf vikum. Ekki alveg það sem ég þurfti á að halda,“ segir hún.

Á meðan Nanna var að glíma við morgunógleðina byrjaði fólk að hrósa henni hástert fyrir þyngdartapið.

„Mér var hrósað mikið fyrir útlitið. Mikið sem ég liti vel út og hvað ég væri eiginlega að gera til að grennast svona. Ég var ekki byrjuð að segja fólki að ég væri ólétt en mig langaði svona helst að segja því að halda kj****.“

Fyrri myndin. Mynd/Instagram @nannakaaber

Nanna deilir tveimur myndum með færslunni. Á fyrri myndinni er hún að reyna að sýna óléttubumbuna, en á þeirri seinni má sjá hvernig henni raunverulega leið í þessa þrjá mánuði. „Sem varð til þess að ég leit svona ofboðslega vel út,“ segir hún.

Seinni myndin. Mynd/Instagram @nannakaaber

„Mér leið ekki vel, ég var alltaf að bíða eftir að sjá einhverja litla kúlu myndast en ég minnkaði bara og minnkaði eftir því sem vikurnar liðu. Sem betur fer tók ég þetta samt ekkert inn á mig til lengri tíma en ef þetta hefði verið sagt við konu sem er viðkvæm fyrir svona athugasemdum og sem hefur átt í óheilbrigðu sambandi við mat að þá hefði það getað endað mjög illa,“ segir Nanna í samtali við DV.

Hún segir að svona athugasemdir geti haft neikvæðar afleiðingar. „Þetta hefði getað verið sagt við einhvern sem er viðkvæmur fyrir og þetta hefði vel getað leitt til óheilbrigðar hegðunar varðandi mat og hreyfingu. Okkur kemur bara ekki við hvernig aðrir líta út,“ segir hún.

Hrósa fyrir annað en útlit

Nanna hvetur fólk til að hrósa öðrum fyrir eitthvað annað en útlit. Nanna er þjálfari en gerir engar athugasemdir ef viðskiptavinir hennar léttast, eða þyngjast.

„Ég hrósa en hrósa fyrir aðra hluti. Ég reyni að fá fólk til að taka eftir hinum hlutunum. Hrósa fyrir að vera sterkari, fljótari, eiga auðveldara með tiltekna æfingu, að mæta með bros á vör en ekki kvartandi,“ segir hún.

„Af hverju geri ég það? Af því að það er það sem hreyfingin og líkamsræktin ætti að snúast um. Að við séum að verðlauna líkama okkar með hreyfingu því okkur finnst gaman að hreyfa okkur, okkur finnst gott og gaman að finna hann styrkjast og geta þar með gert hluti sem við höfum ekki getað gert. Að okkur líði betur á líkama og sál.“

Þú getur fylgst með Nönnu á Instagram og smelltu hér til að skoða vefsíðu hennar, kaaberheilsa.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Í gær

Frelsissvipt barnastjarna og tásublæti í Hollywood

Frelsissvipt barnastjarna og tásublæti í Hollywood
Fókus
Í gær

Kölluð „Anti-Karen“ fyrir uppeldisaðferðir sínar

Kölluð „Anti-Karen“ fyrir uppeldisaðferðir sínar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhalds „AULAR“ Andra Freys – „Sá sem segist ekki hafa upplifað Mumma móment er lygari“

Uppáhalds „AULAR“ Andra Freys – „Sá sem segist ekki hafa upplifað Mumma móment er lygari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég vaknaði þrisvar í nótt með brjóstsviða og það var bara kvíði við að koma hingað og tala við þig“

„Ég vaknaði þrisvar í nótt með brjóstsviða og það var bara kvíði við að koma hingað og tala við þig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar missa það vegna drungalegs húss – „Þegar það er verið að fara að fórna þér“

Íslendingar missa það vegna drungalegs húss – „Þegar það er verið að fara að fórna þér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker ástfanginn og deilir djörfum myndum af Kourtney Kardashian

Travis Barker ástfanginn og deilir djörfum myndum af Kourtney Kardashian