fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Emma Watson hættir í leiklist

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 12:30

Emma Watson Mynd: Taylor Hill

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Watson sem flest allir þekkja úr Harry Potter myndunum sem Hermoine Granger, hefur tilkynnt að hún ætli ekki að taka að sér leikhlutverk á næstunni. Hún hefur verið í leiklistarbransanum seinustu 20 ár eða síðan hún var 10 ára gömul. Daily Mail greinir frá.

Talið er að hún ætli að eyða meiri tíma með kærastanum sínum, Leo Robinson, en þau hafa verið saman síðustu 18 mánuði. Hún sást á flugvelli í Los Angeles fyrr í mánuðinum með hring á baugfingri og var þá talið að þau hefðu trúlofað sig en hvorugt þeirra hefur tjáð sig um það mál. Heimildarmaður Daily Mail segir parið mögulega vera að huga að barnseignum.

Robinson hefur grætt fúlgu fjár á sölu kannabis í Kaliforníu-fylki en kannabis er löglegt þar. Seinasta kvikmynd Emmu Watson var Óskarsverðlaunamyndin Little Women í leikstjórn Greta Gerwig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta