fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fókus

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 22:00

Mynd af Shanti: Instagram - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shakti Sundari, 56 ára gömul tveggja barna móðir og tantra kynlífskennari, hefur gift sig tvisvar en hún segir að kynlífið með nýja makanum sé það besta sem hún hefur stundað á ævi sinni.

The Sun ræddi við Shakti um ástarlífið en hún er í sambandi með 36 ára gömlum viðskiptamanni að nafni Rob. „Kynlíf hefur alltaf verið risastór hluti af lífinu mínu, nú er ég á sextugsaldri og það hefur aldrei verið betra,“ segir Shakti í viðtalinu.

Shakti segist hafa stundað kynlíf í fyrsta skipti þegar hún var 21 árs gömul. „Ég giftist þegar ég var 24 ára og kynlífið var svo leiðinlegt. Ég man að ég hugsaði: „Þetta getur ekki bara verið svona“. Þegar hjónabandinu lauk eftir fjögur ár hitti ég yngri mann sem kynnti mig fyrir æðislegu kynlífi. Hann skyldi hvernig maður á að láta konur njóta.“

Þegar Shakti var 35 ára giftist hún svo í annað skiptið og átti gott kynlíf með þeim manni. Því miður þá entist það ekki en kynlífið þeirra varð slæmt eftir erfiða meðgöngu hennar með fyrsta barn þeirra saman. Það stíaði þeim í sundur.

„Hjónabandinu okkar lauk 5 árum síðar. Síðan þá hef ég alltaf laðast að yngri mönnum. Ég lýt út fyrir að vera yngri en ég er því ég lifi heilbrigðu lífi. Ég dansa, hleyp, stunda jóga og hugleiði.“

„Við stundum kynlíf tvisvar eða þrisvar á dag“

Shakti kynntist Rob um 5 árum eftir að seinna hjónabandinu hennar lauk, það var fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við stundum kynlíf tvisvar eða þrisvar á dag. Ég gæti ekki ímyndað mér að stunda ekki kynlíf þegar við erum saman,“ segir hún og tekur fram að kynlífið endist alltaf í meira en klukkutíma. „Ég myndi verða fyrir vonbrigðum ef það væri styttra því fljótlegt kynlíf er ekki fyrir mig.“

Shakti segir að yngri menn passi betur við hennar orku og úthald. „Ég er búin að vera að ganga í gegnum tíðarhvörf í tvö ár en það hefur ekki haft nein áhrif á kynlífið mitt,“ segir hún. „Fyrir mér er kynlíf ekki bara líkamlegt. Rob og ég erum á sömu bylgjulengd, við erum bæði sjálfsörugg, opin og við höfum svipuð gildi, það lætur okkur passa saman í svefnherberginu.“

Að lokum segist hún vilja að frábært kynlíf sé möguleiki fyrir allar konur. „Ég vil veita konum innblástur, að þær tengist líkamanum sínum og skylji kynhneigðina sína því það er lykillinn að betra kynlífi. Konur á sextugsaldri eiga ekki að hugsa að kynlífið sé komið á endastöð. Mitt verður bara betra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ráðin gegn ógleði sem læknirinn samþykkir

Ráðin gegn ógleði sem læknirinn samþykkir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt á hvolfi ! Öfugu bikiníin gera allt vitlaust

Allt á hvolfi ! Öfugu bikiníin gera allt vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Brennið húsin ykkar“ segir Veðurstofan

„Brennið húsin ykkar“ segir Veðurstofan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ung húsmóðir vekur athygli á samfélagsmiðlum – Er á móti femínisma og því að karlmennska sé eitruð

Ung húsmóðir vekur athygli á samfélagsmiðlum – Er á móti femínisma og því að karlmennska sé eitruð