fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
Fókus

Afhjúpar hversu lengi kynlíf ætti að endast – Niðurstaðan gæti komið þér á óvart

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 09:14

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody segir frá því í nýjasta pistli sínum á News.au hversu lengi kynlíf ætti að endast.

Nadia segir að hún hafi farið að hugsa um lengd kynlífs eftir að hún hafi stöðvað samfarir með ungum herramanni. Þau voru búin að vera að leika sér saman í rúminu í einn og hálfan tíma og hann vildi ólmur halda áfram, en hún var komin með nóg.

„Ég var reiðubúin undir heitan hálftíma og góðan nætursvefn, en hann var greinilega tilbúinn að halda áfram alla nóttina. Eftir einn og hálfan tíma slaufaði ég kynlífsmaraþoni okkar,“ segir Nadia og bætir við að henni hefði kannski þótt þetta spennandi þegar hún var á þrítugsaldri, en eftir þrítugt þá sé það eina sem hún vill gera til lengdar er að horfa á Marie Kondo og borða Doritos.

Nadia rifjar upp myndband á TikTok þar sem kona spurði netverja „hversu lengi á kynlíf að vara?“ Og viðbrögðin leyndu sér ekki. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um netheima og skapaðist lífleg umræða um lengd kynlífs.

„Ég var að tala við þessar ungu konur hérna, og þær voru alveg: „Ef hann er ekki klár í klukkutíma..“ Í klukkutíma?! Hver stundar kynlíf svona lengi? Bara hreint og beint kynlíf? Í klukkutíma? Nei takk. Fimmtán mínútur, tuttugu mínútur í mesta lagi. Eftir það skaltu klifra af mér,“ segir konan í myndbandinu.

Fleiri konur eru sammála henni. „Eftir fimmtán mínútur er ég að gera innkaupalista.“

„KLUKKUTÍMA?! Ég er 42 ára. Það myndi taka mig tvær vikur að jafna mig á því. Fimmtán mínútur, forleikur innifalinn,“ sagði önnur.

„Ef það tekur ykkur bæði klukkutíma að fá það sem þið viljið úr kynlífinu, þá er eitthvað að,“ segir ein kona.

En það eru ekki allar sammála. „Ég vorkenni ykkur. Ég hef verið með manninum mínum í 20 ár og við stundum kynlíf í marga tíma, alveg tvo til þrjá tíma, og skemmtum okkur konunglega,“ segir ein kona.

Þannig hver hefur rétt fyrir sér?

„Það fer eftir því hvern þú spyrð,“ segir Nadia.

„Það er þó áhugavert að þó rannsóknir bendi til þess að það tekur konur lengri tíma að fá fullnægingu, þá eru það karlmenn venjulega sem vilja stunda kynlíf lengur. Klám gæti spilað þar inn í. Rannsóknir benda til þess að allavega fjórðungur fólks á aldrinum 18 til 24 ára styðst við klám sem kynfræðslu,“ segir hún.

Nadia segir að iðnaðurinn í kringum lyf gegn bráðasáðláti og stinningarvanda séu metinn á marga milljarða. Hún spyr sig af hverju við höfum skyndilega svona miklar áhyggjur af endingu karlmanna í rúminu. Mörg þessara lyfja hafa alvarlegar aukaverkanir, sérstaklega þau sem eru keypt á svörtum markaði.

Hún veltir því fyrir sér hvort menn, sem vilja stunda kynlíf svona lengi, haldi að þeir þurfi þess. Eins og ungi herramaðurinn sem vildi heilt kynlífsmaraþon.  „En í sannleika sagt, þá er ekkert sem heitir venjulegt þegar kemur að kynlífi. Fyrir sum okkar endist það alla nóttina, en fyrir mörg okkar þá tekur það stuttan tíma og gefur okkur nægan tíma til að hafa það notalegt yfir Netflix.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Saga vaknaði í fangaklefa eftir að hafa verið byrlað ólyfjan – „Þarna var brotið á mér“

Saga vaknaði í fangaklefa eftir að hafa verið byrlað ólyfjan – „Þarna var brotið á mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mæðgur selja kynlífstæki saman – „Þegar ég vil slaka á þá sæki ég frekar titrarann minn“

Mæðgur selja kynlífstæki saman – „Þegar ég vil slaka á þá sæki ég frekar titrarann minn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið – Guðmundur Felix bar sólarolíu á frúna með nýju höndunum: „Ég myndi ekki gera þetta með króknum“

Sjáðu myndbandið – Guðmundur Felix bar sólarolíu á frúna með nýju höndunum: „Ég myndi ekki gera þetta með króknum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar gera það gott í íbúðaskiptum – Fengu boð um skipti í Jerúsalem, Spáni, Frakklandi og Ítalíu á einum degi

Íslendingar gera það gott í íbúðaskiptum – Fengu boð um skipti í Jerúsalem, Spáni, Frakklandi og Ítalíu á einum degi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Á hvaða hátíð var myndin tekin? Taktu prófið!

Á hvaða hátíð var myndin tekin? Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Róbert Gíslason: „Ég átti versta dag lífs míns“ – Sonur Gísla Rúnars gerir upp lát föður síns

Róbert Gíslason: „Ég átti versta dag lífs míns“ – Sonur Gísla Rúnars gerir upp lát föður síns
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórstjarnan segist aldrei hafa drepið neinn – „Þessi orðrómur er lygi“

Stórstjarnan segist aldrei hafa drepið neinn – „Þessi orðrómur er lygi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears gerir allt vitlaust á ný – Birtir myndband af sér á brjóstunum

Britney Spears gerir allt vitlaust á ný – Birtir myndband af sér á brjóstunum