Föstudagur 26.febrúar 2021
Fókus

Svona eiga þau saman – Spennandi andstæður

Fókus
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 20:30

Páll Winkel og Marta María. Mynd/Andri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drottningin af Smartlandi, Marta María Jónasdóttir, og Páll Winkel fangelsismálastjóri eru að flytja úr Fossvoginum og hafa gert tilboð í glæsilega eign á Álftanesi. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að um væri að ræða hús í nágrenni við Bessastaði og útsýnið vægast sagt stórfenglegt.

Marta er landsmönnum vel kunnug fyrir góðan smekk á fallegum hlutum en þau Páll hafa verið trúlofuð síðan 2017. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.

Marta er í eldmerkinu Hrútnum en Páll er í vatnsmerkinu Krabbanum. Eldur og vatn eru sannarlega andstæður og í slíkum samböndum er oft viðvarandi spenna þar sem alltaf eru nýjar og skemmtilegar áskoranir. Hrútur og Krabbi eru bæði tilfinningarík merki og í parasamböndum gera þau hvort um sig miklar kröfur til makans.

Krabbinn er almennt heimakær en Hrúturinn orkubolti sem vill vera á ferðinni og þarf að passa að stinga Krabbann sinn ekki af. Með skipulagi og tillitssemi á þetta að geta verið langt og líflegt samband.

Marta María Jónasdóttir

Hrútur

23. mars 1977

 • Hugrökk
 • Ákveðin
 • Örugg
 • Áhugasöm
 • Óþolinmóð
 • Skapstór

Páll Winkel

Krabbi

10. júlí 1973

 • Þrjóskur
 • Hugmyndaríkur
 • Traustur
 • Tilfinningavera
 • Skapstór
 • Óöruggur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf
Fókus
Í gær

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“
FókusNeytendur
Fyrir 2 dögum

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak