fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Þess vegna áttu alltaf að sitja í versta sætinu í flugvél

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt það versta sem getur komið fyrir þig í flugi er að sitja fyrir framan einhvern sem sparkar sífellt í sætið þitt, sérstaklega ef farþeginn sparkar um leið og þú ert að sofna.

Ferðablaðamaðurinn John Burfitt telur sig hafa fundið lausn við þessu vandamáli, en hún gæti mögulega komið mörgum á óvart. John hefur ferðast um víða veröld og fer oft í tímafrekar og langar flugferðir. Hann telur best að sitja í versta mögulega sætinu. Frá þessu greinir hann í pistli á escape.com.au.

John reynir yfirleitt að velja sér sæti alveg aftast í vélinni, upp við salernin, og hann vill helst fá gluggasæti. Hann segir ástæðuna vera að þá muni aldrei neinn sparka aftan í sætið sitt eða rekast í sig, auk þess geti hann hvílt höfuð sitt úti í horni.

Ekki nóg með það, einn helsti kosturinn er enn ónefndur. John segir að sætin alveg aftast séu þau sem séu oftast óbókuð og því komi oft fyrir að maður fái heilu sætaröðina út á fyrir sig. Það finnst John æðislegt, en þá getur hann lagst út af.

Þá bendir hann á enn einn kostinn, að barnafólk sé oft sett í fremstu sætin þar sem er mikið fótapláss og því verði hann fyrir minna aðkasti frá börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta