fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Þetta gerði Svanhildur til að velja réttu gjöfina fyrir Loga – „Þetta var svo ógeðslega asnalegt“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 3. desember 2021 19:30

Myndin er samsett - Mynd af Svanhildi og Loga: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þekkja allir fólkið sem erfiðast er að gefa gjafir en það er fólkið sem á allt. Svanhildur Hólm Valsdóttir, lögfræðingur og fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs, segir að eiginmaður sinn, fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann, sé í þessum hópi sem allt á og veit aldrei hvað hann vill í gjafir.

Svanhildur ræddi um það erfiða verkefni að finna gjöf handa eiginmanni sínum í Síðdegisþættinum á K100, útvarpsþætti Loga og Sigga Gunnars á, en Logi átti afmæli í gær, þann 2. desember.

„Eins og það sé ekki nógu ógeðslega ósanngjarnt að eiga bæði afmæli og hafa jól þá þurfi það að gerast í sama mánuðinum hjá þessum manni sem á allt og kaupir sér allt sjálfur ef hann langar í eitthvað og er svo líka bara óþægilega nægjusamur,“ segir Svanhildur og lýsir því svo hvað hún gerði til að finna réttu gjöfina.

„Ég fór í gær og mátaði sex týpur af koddum,“ segir hún og bætir við að það hefði einhver átt að taka hana upp í þessu verkefni sínu. „Þetta var svo ógeðslega asnalegt.“

Svanhildur var liggjandi uppi í rúmi á eins dýnu og hún og Logi eru með heima hjá sér. Að hennar sögn var það til þess að gera „vísindalega úttekt“ á því hvernig koddarnir hentuðu með eins dýnu og þau eiga.

„Svo endaði ég á að kaupa svona heilsukodda af því að hann er svona heilsukoddaperri og er alltaf að kvarta undan bakinu á sér og hálsinum og eitthvað.“

Svanhildur segir þá að Logi brölti yfirleitt mikið á nóttunni en þessi nýji koddi náði að koma í veg fyrir það í nótti. „Hann vakti mig aldrei í nótt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro