fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Mel B klippt út úr þætti Adele fyrir klúr ummæli – „Enginn hló“

Fókus
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstirnið Adele samþykkti að vera viðfangsefni eða stjarna í þáttunum An Audience with en um er að ræða breska skemmtiþætti þar sem tónlistarmaður eða grínisti leikur listir sínar fyrir framan fjölbreyttan hóp frægra gesta. Þættirnir hófu fyrst göngu sína árið 1978 en ekki hefur verið sýndur þáttur frá árinu 2013 – fyrr en nú með Adele.

Liður í þáttunum er að listamaðurinn í aðalhlutverkinu tekur við spurningum frá frægum áhorfendum sínum. Ekki er um að ræða neina Gettu Betur spurningahrinu heldur eru spurningarnar á léttu nótunum og gegna því hlutverki að skemmta sjónvarpsáhorfendum heima.

Meðal gesta Adele var kryddpían Mel B en nú hafa borist fregnir þess efnis að Mel B hafi verið klippt út úr þættinum fyrir að bera upp klúra spurningu við Adele.

Heimildarmaður úr herbúðum þáttanna sagði við fjölmiðla:

„Henni var falið að spyrja spurningu um hver væri besta gjöf sem Adele hefur fengið en þegar myndavélunum var beint að henni fannst henni kjánalegt að bera þessa spurningu upp. Hún kom þá með brandara og sagðist geta svarað spurningunni fyrir Adele – að besta gjöfin sem hún hafi fengið hlyti að vera titrari.“

Heimildarmaðurinn sagði að áhorfendum hafi ekki verið skemmt.

„Enginn hló en Adele kom með sniðuga athugasemd og hélt svo áfram.“

An audience with eru fjölskylduþættir og því var ákveðið að klippa spurningu Mel B út úr þáttunum fyrir sýningu.

Adele sneri nýlega aftur eftir langa pásu frá tónlistinni og gaf út plötuna 30 sem fjallar um skilnað hennar og barnsföður hennar og allar þær tilfinningar sem ferlið vakti.

Meðal frægra gesta í þættinum eru leikararnir Idris Elba, Emma Thompson og Samuel L Jackson svo fáein dæmi séu tekin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta