fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Anna Birta vill stofna stéttarfélag miðla: „Ég elska mig og samþykki þetta, en það hefur tekið tíma.“

Fókus
Laugardaginn 9. október 2021 08:46

Anna Birta Lionaraki Mynd / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðillinn Anna Birta Lionaraki, undir býr nú opinn miðilsfund í Hannesarholti. Sex ár eru síðan að hún skipulagði slíkan fund í Tjarnarbíó en mikið fjölmiðlafár skapaðist um þann viðburð á sínum tíma. Meðal annars fordæmdi sjónvarpsmaðurinn Frosti Logason framtakið og sakaði Önnu Birtu um að nýta sér trúgirni fólks sem ætti um sárt að binda. „Að þú, ung og glæsileg kona, sért að leggja fyrir þig svona svikabraut og hafa atvinnu af því að pretta fólk, finnst mér óskiljanlegt og mjög sorglegt,“ sagði Frosti í beinni útsendingu í Íslandi í dag á sínum tíma þar sem hann mætti Önnu Birtu í rökræðum um málið.

Anna Birta er í helgarviðtali Fréttablaðsins og segist hafa upplifað mikla skömm og reiði og reynslan hafi knúið hana til þess að ákveða hvort að hún ætlaði að standa með miðilshæfileikum sínum eða ekki.

„Mér fannst voða eðlilegt að vera með miðilsfundi, en það voru ekki allir sammála og ég fékk alveg högg í fjölmiðlum fyrir það. Maður skilur það alveg,“ rifjar Anna Birta upp. „Þarna hafði ég möguleika á að skríða undir feld og aldrei gera þetta aftur, eða einfaldlega standa með þessu.“

Anna Birta segist hafa upplifað mikla skömm og reiði og vill breyta almenningsálitinu. „Þar sem ég vil meina að þetta sé genatengt, er ekki ólíklegt að afkomendur mínir muni einni upplifa þetta næmi, og ég vil þá ekki að þau fari í gegnum sama stríðið. Ég vil stofna stéttarfélag. Ég elska mig og samþykki þetta, en það hefur tekið tíma.“

Anna Birta hefur aðallega tekið við viðskiptavinum í einkafundi en útaf Covid-19 hafi hún haldið miðilsfundi í gegnum netið. Það hafi komið henni á óvart hversu vel það gekk og í raun útheimti það minni orku en hefðbundnir fundir.

Í viðtalinu lýsir Anna Birta miðilslestri sínum þannig að hún  sjái meðvitund viðkomandi sem og undirmeðvitund, ekki ósvipað og glugga í netspjalli.

„Meðvitund eins og hún birtist mér er tilfinningar og skynjun persónunnar á sjálfi sínu, hugsunum og gjörðum. Síðan sé ég undirmeðvitund, hún er hrá týpa sem er ómeðvirk, hreinskilin og áköf eins og barn.

Hún birtist mér hjá þindinni. Það er rétt eins og hún rétti mér vasaljós og biðji mig að ganga inn í innsta heim þar sem mér eru sýndar þær sorgir sem eru óunnar eða pásaðar. Hún, undirmeðvitundin, biður mig svo að færa upplýsingarnar til meðvitundarinnar.“

Anna Birta vill meina að eiginleiki sinn til að sjá og skynja sé genatengdur og vill að þetta verði rannsakað frekar,

Hér má lesa helgarviðtal Fréttablaðsins í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta