fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Gunni Helga fékk óvæntan tölvupóst í morgun – „Einhver besti tölvupóstur sem ég hef fengið“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 21. október 2021 19:30

Gunnar Helgason - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einhver besti tölvupóstur sem ég hef fengið blasti við mér þegar ég opnaði tölvuna í morgun!“

Svona hefst færsla sem Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, skrifaði og birti á Facebook-síðu sinni í dag. Tölvupósturinn sem um ræðir kom frá Boel Westin en sá er yfir dómnefnd Astrid Lindgren minningarverðlaunanna. Í tölvupóstinum kom fram að Gunnar er tilnefndur til verðlaunanna árið 2022.

„Þú ert tilnefndur. Til hamingju! Þessi tölvupóstur er staðfesting á því að þú hefur verið tilnefndur til Astrid Lindgren minningarverðlaunanna árið 2022 og þessi tilnefning hefur verið samþykkt af dómnefnd verðlaunanna,“ segir meðal annars í póstinum.

Þrátt fyrir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna er Gunnar ekki vongóður um að vinna þau. „Það er auðvitað engar líkur á að vinna en heiðurinn er nægur sigur,“ segir hann í færslunni.

Auk Gunnars er Brian Pilkington tilnefndur fyrir Íslands hönd. „Það er nú ekki amalegur félagsskapur,“ segir Gunnar um það í lok færslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta