fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

„Ég og bróðir minn þénum milljónir á OnlyFans“ – Taka myndir af hvort öðru til að styðja stolta foreldra

Fókus
Fimmtudaginn 21. október 2021 21:30

Systkinin. Mynd/Jam Press

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir jafn nánir og systkinin Daisy Drew og Sean Austin frá Glasgow í Skotlandi. Þau hjálpa hvort öðru að taka myndir fyrir OnlyFans, þar sem þau halda úti sitthvorri síðunni. Systkinin moka inn seðlum og hefur meira að segja tekist að greiða niður fasteignalán foreldra sinna.

Þau koma fram í viðtali við Fabulous Digital. Sean, 29 ára, skráði sig á OnlyFans ári á undan systur sinni Daisy, 24 ára.

„Mér gekk alveg ótrúlega vel, það var eiginlega bara yfirþyrmandi. Mér fannst ég svo heppinn en á sama tíma er eins og það séu margir sem skilja þetta ekki,“ segir hann.

Sean og Daisy.

Daisy ákvað að feta í fótspor stóra bróður og skráði sig einnig á OnlyFans. Henni gekk álíka jafn vel og bróður sínum og eftir nokkra mánuði var þetta hennar aðal tekjulind.

Daisy sagði foreldrum sínum frá starfi sínu í mars á þessu ári og fékk blessun þeirra. „Pabbi er mjög stoltur af mér. Hann styður mig. Hann er týpískur Glasgow karlmaður, elskar fótbolta og er algjör „karlakarl“, þannig maður hefði haldið að hann myndi skammast sín en hann gerir það ekki,“ segir hún.

„Aðalmálið er að ég og bróðir minn erum örugg og hamingjusöm. Það er það eina sem skiptir foreldra okkar máli og ætti að vera það eina sem skiptir foreldra máli.“

Systkinin segjast hafa þénað samanlagt rúmlega 350 milljónir á OnlyFans.

Þau taka ekki upp erótískt myndefni saman en hjálpa hvort öðru við að taka ljósmyndir „Þegar þú hefur verið nógu lengi í iðnaðinum þá er ekkert vandræðalegt lengur. Þetta er líka auðveldara því Sean er samkynhneigður, þannig það er ekkert skrýtið að vera í nærfötum eða berbrjósta. Mér líður ekkert óþægilega,“ segir Daisy.

„Hann er með svo mikla fullkomnunaráráttu og mjög hreinskilinn. Ég sýni honum stundum myndefni og hann segir mér hvort það sé gott eða ekki. Ég treysti honum.“

Systkinin í æsku.

Sean og Daisy nota hluta af tekjunum til að styðja foreldra sína, eins og að greiða niður allt fasteignalán þeirra. Fjölskyldan er einnig á leiðinni í frí til Los Angeles og sjá systkinin um að borga brúsann fyrir alla.

„Við munum samt ennþá vera að búa til efni þannig við munum þurfa einhvern tíma ein,“ segir Sean.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“