fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ný leikin íslensk barna- og fjölskyldumynd – Sjáðu stikluna

Fókus
Miðvikudaginn 13. október 2021 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Birta eftir Braga Þór Hinriksson er fyrsta leikna barna-og fjölskyldumyndin sem verður frumsýnd hér á landi frá því Víti í Vestmannaeyjum var sýnd árið 2018 við miklar vinsældir, einnig í leikstjórn Braga Þórs.

Birta er bráðfyndin og hjartfólgin saga um íslenskan raunveruleika sem margir þekkja og tengja við. Sagan gerist í neðra Breiðholti og  fjallar um Birtu Bjarkadóttur 11 ára, sem heyrir fyrir slysni, einstæða móður sína sem vinnur myrkrana á milli sem hjúkrunarfræðingur til að ná endum saman segja við vinkonu í símann að hún hafi ekki efni á að halda jól. Hún þurfi að minnsta kosti hundrað þúsund krónur til að geta haldið mannsæmandi jólahátíð fyrir stelpurnar sínar.  Birta tekur þessum fréttum bókstaflega og ákveður að reyna bjarga jólunum fyrir mömmu og litlu systur sína Kötu sem er sex ára.  Birta reynir margar leiðir til að hjálpa mömmu sinni án hennar vitneskju að afla fjár en kemst fljótt að því að það er alls ekkert einfalt mál að vinna sér inn pening, hvað þá þegar maður er ellefu ára.

Saga og handrit myndarinnar er eftir Helgu Arnardóttur og var hún framleidd af fyrirtækinu H.M.S. Productions í samstarfi við Símann, Senu og Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Með aðahlutverk fara Kristín Erla Pétursdóttir í hlutverki Birtu, Salka Sól Eyfeld í hlutverki móður Birtu og Margrét Júlía Reynisdóttir í hlutverki systur Birtu. Auk þess fara stórleikarar með önnur aukahlutverk í myndinni á borð við Margréti Ákadóttur, Harald G. Haralds, hr. Hnetusmjör Helgu Brögu Jónsdóttur, Karl Ágúst Úlfsson, Bjarna Snæbjörnsson, Elmu Lísu Gunnarsdóttir, Álfrúnu Örnólfsdóttur, Kristin Óla Haraldsson eða Króla, Hannes Óla Ágústsson, Sigurð Karlsson og fleiri.

Þótt Birta hafi ekki enn verið frumsýnd á Íslandi hefur hún notið mikillar velgengni nú þegar og var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Giffoni við góðar viðtökur á Ítalíu í júlí síðastliðinn.  Myndin hefur verið valin inn á þrettán kvikmyndahátíðir, sem margar hverjar eru þær virtustu. Birta hefur einnig verið seld til STUDIO HAMBURG til dreifingar og sölu um allan heim.

Það er afar sjaldgæft að ráðist sé í framleiðslu metnaðarfullra kvikmynda fyrir börn og ungmenni hér á landi og því vilja aðstandendur myndarinnar Birtu kappkosta að hún komi fyrir sjónir sem flestra barna og fjölskyldna.  Sýningar hefjast í kvikmyndahúsum Senu þann 5.nóvember nk.  Birta verður lokamynd Barnamyndakvikmyndahátíðarinnar í Bíó Paradís í byrjun nóvember. Myndin fer svo inn á Sjónvarp Símans Premium 25.nóvember en verður þó aðgengileg í kvikmyndahúsum áfram.

Sjáðu stikluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“