fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Fókus

Ástardrykkurinn í Þjóðleikhúsinu

Fókus
Miðvikudaginn 13. október 2021 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin margrómaða gamanópera Ástardrykkurinn eftir ítalska tónskáldið Donizetti verður frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum 14. október næstkomandi. Þessi sívinsæli óperufarsi var síðast sýndur á íslensku fyrir rúmum 50 árum en snýr nú aftur í uppfærðri þýðingu og nýstárlegri mynd.

Sviðslistahópurinn Óður stendur að baki verkefninu en hann samanstendur af þeim Sólveigu Sigurðardóttur, Þórhalli Auði Helgasyni, Ragnari Pétri Jóhannssyni og Jóni Svavari Jósefsson en Tómas Helgi Baldursson leikstýrir sýningunni.

Sigurður Helgi Oddsson sér um tónlistina og segist hann njóta mikils frjálsræðis innan hópsins.

„Sólveig Sigurðardótttir hafði í upphafi samband við mig í febrúar 2020, rétt áður en COVID skall á og spurði mig hvort ég vildi taka þátt í að setja upp Ástardrykkinn í maí sama ár. Hugmyndin var að setja þetta upp í smækkuðu formi á einhverjum bar í bænum, búa til svona kráarstemmningu, sleppa öllum kórköflum og láta aðalpersónurnar fjórar bera söguna uppi með píanóundirleik. Þau vissu til þess að ég væri nokkuð óhefðbundinn píanóleikari og hefði gaman af að glæða píanónótur lífi með stílbrögðum í anda ragtime-tónlistar og djass frá fyrri hluta 20. aldar. Ég fékk því strax mikið frjálsræði til að prufa allskyns hluti í píanóundirleiknum sem hefur reynst vel og hentað verkefninu fullkomlega. En aldrei varð þó af sýningum vorið 2020 svo sem von var. Við héldum áfram að æfa með hléum með það að markmiði að sýna um leið og samkomutakmörkunum yrði aflétt,“ segir hann og heldur áfram.

„En alltaf skall á ný bylgja og æfingar héldu því bara áfram. Við fórum að hugsa meira og lengra og þegar Þjóðleikhúsið óskaði eftir umsóknum frá áhugaverðum verkefnum snemma á þessu ári gripum við gæsina og duttum í lukkupottinn. Ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ég hefi aldrei tekið þátt í eins vel undirbúinni sýningu tónlistarlega séð. Í stað tveggja vikna æfingaferlis, eins og upphaflega var ráðgert, höfum við núna setið yfir þessu meira og minna í tæplega eitt og hálft ár og kynnst verkinu afskaplega vel. Það er á engan hallað þótt ég nefni þátt Sólveigar Sigurðardóttur sérstaklega. Hún var held ég kveikjan að þessu öllu saman og hefur frá upphafi verið aðaldriffjöðurinn. Hún hefur uppfært þýðinguna sem Guðmundur Sigurðsson frændi hennar gerði fyrir sýninguna sem sýnd var í Tjarnarbæ árið 1967 og endurþýtt nokkra kafla. Við höfum heldur aldrei verið á hrakhólum og lengst af getað æft á vinnustað mínum, Söngskólanum í Reykjavík, sem á miklar þakkir skildar fyrir.

Þetta er skemmtilegur og líflegur hópur. Fjórir söngvarar. Auk Sólveigur eru í hópnum Jón Svavar Jósefsson, Þórhallur Auður Sveinsson og Ragnar Pétur Jóhannsson. Þá höfum við verið svo heppin að fá Tómas Helga Baldursson til að leikstýra okkur og honum til aðstoðar Níels Thibaud Girerd. Verkið segir í stuttu máli frá hinum sérlega óframfærna og yfir sig ástfangna Nemorinu. Hann unnir ungri og vellauðugri ekkju að nafni Adina. Nemorino er henni ekki samboðinn og auk þess svo óframfærinn að hún lætur frekar til leiðast að trúlofast hinum sjálfumglaða hermanni Belcore sem sér ekki sólina fyrir sjálfum sér. Þá mætir til leiks töfralæknirinn (snákaolíusölumaðurinn) Dulcamara sem prangar ástardrykk inn á Nemorino til að hjálpa honum að vinna ástir Adinu. Belcore sér sér leik á borði og býður Nemorino samning í hernum til að hann geti staðið straum af drykkjarkaupunum. Adina frétttir af þessum drykkjarkaupum, verður hrærð yfir því hversu heit og sönn ást Nemorinos er og greiðir lausn hans undan herskyldu. Þau fella hugi saman og til að toppa allt kemur í ljós að ríkur frændi Nemorinos er þá nýdáinn og hefur gert hann að einkaerfingja. Á öllu þessu hagnast auðvitað Dulcamara mest. Þetta er ekta óperufarsi. Í raun ekki nokkurt vit í söguþræðinum annað en grínið, en tónlistin er yfirfull af fallegum laglínum og tilþrifamiklum atriðum. Það er líka gaman að segja frá því að brugghúsið Eimverk hefur af þessu tilefni framleitt nýjan ástardrykk sem að verður að sjálfsögðu til sölu fyrir gesti Þjóðleikhúskjallarans á meðan á sýningu stendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Starfsmenn Hooters fordæma nýja búninginn – „Þetta eru nærbuxur“

Starfsmenn Hooters fordæma nýja búninginn – „Þetta eru nærbuxur“
Fókus
Í gær

12 ára íslensk leikkona valin sú besta úr hópi 200 kvikmynda

12 ára íslensk leikkona valin sú besta úr hópi 200 kvikmynda
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fóru í fyrsta trekantinn saman og stunda nú kynlíf með öðrum – Eru með eina mikilvæga reglu

Fóru í fyrsta trekantinn saman og stunda nú kynlíf með öðrum – Eru með eina mikilvæga reglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leynilöggan frumsýnd á miðvikudaginn – „Lætur Reykjavík líta út eins og rétta staðinn fyrir Vin Diesel“

Leynilöggan frumsýnd á miðvikudaginn – „Lætur Reykjavík líta út eins og rétta staðinn fyrir Vin Diesel“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“

Þórdís Elva lætur heimsþekktan fjölmiðil heyra það – „Þið eruð hluti af fokking vandamálinu“