fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Segir að BDSM með Dominic Purcell „hefði breytt öllu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. október 2021 22:30

Dominic Purcell og AnnaLynne McCord. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan AnnaLynne McCord, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum 90210, segir að samband sitt með leikaranum Dominic Purcell, 51 árs, hefði hjálpað henni að vinna úr áföllum.

AnnaLynne, 34 ára, hefur áður opnað sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir þegar hún var nítján ára og líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir sem barn.

Leikkonan opnaði sig fyrst um sögu sína árið 2014 og opnar sig nú enn frekar um hvað hafi hjálpað henni í hreinskilnu viðtali á vef Giddy.

„Nokkrum árum seinna var ég að glíma við alvarleg kvíðaköst og fór í meðferð við áfallastreituröskun. Ég byrjaði að stunda BDSM því ég fann ekki fyrir neinu,“ sagði AnnaLynne.

Aðspurð hverjum hefði tekist að ná til hennar: „Mjög sterkur og kjaftfor maður. Dominic Purcell. Þú þekkir hann kannski úr Prison Break?“ Sagði hún.

„Það tók stóran, sterkan og reiðan Ástrala að ná til mín. Ég hafði orðið fyrir svo miklu kynferðisofbeldi svo ung að líkami minn ákvað að „þetta er ekki öruggt.“ Þannig ég fann ekki fyrir neinu, ég var alveg dofin,“ sagði hún.

„En við Dom, við áttum þetta samband. Já, Dom var minn „dom“. Það eru margar ástæður fyrir því að hann verður alltaf „manneskjan mín“. Hann er heima hjá mér núna, við erum ekki saman en við erum fjölskylda.“

AnnaLynne sagði að „Dom skapaði rými fyrir mig, en hann lét líka í sér heyra. Hann hlustaði ekki á neitt kjaftæði og þess vegna treysti ég honum. Ég treysti ekki neinum með karlmannlega orku, ég treysti engum karlmönnum. Ég hugsaði: „Ég ætla að gera allt sem ég get gert til að stuða þig og ef þú gefst upp, þá get ég ekki treyst þér.“ En hann breytti öllu.“

AnnaLynne sagði að tenging þeirra hefði verið sterk. „Við áttum eldfimt kynlíf,“ sagði hún.

Parið byrjaði fyrst saman árið 2011, hættu saman árið 2014. Þau byrjuðu síðan aftur saman ári seinna en hættu aftur saman 2018. Í fyrra var orðrómur að þau væru búin að taka saman á ný en samkvæmt AnnaLynne eru þau bara vinir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“