fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fókus

Klæðnaðurinn sem olli fjaðrafoki – Slógu met í fjölda kvartana

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur breska raunveruleikaþáttarins Dancing On Ice voru í áfalli síðastliðið sunnudagskvöld vegna klæðnaðar Holly Willoughby, kynnis þáttarins. Þeim þótti kjóllinn of fleginn fyrir fjölskylduþátt.

Mörgum þótti kjóll Holly of fleginn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Holly hefur vakið slíka athygli fyrir klæðaburð. Árið 2013 baðst hún afsökunar á kjól sem hún klæddist í úrslitaþætti The Voice, tæplega 140 manns kvörtuðu undan klæðnaði hennar.

Hún er ekki eina stjarnan sem hefur fengið kvörtun. The Sun tók saman sjónvarpsklæðnað stjarnanna sem hefur fengið flestar kvartanir í bresku sjónvarpi.

Amanda Holden.

Fleginn kjóll Amöndu Holden

Amanda Holden klæddist mjög flegnum kjól í Britain‘s Got Talent árið 2017. Áhorfendum bauð svo við kjólnum að yfir 663 manns lögðu fram formlega kvörtun. Amanda sagði viðbrögð áhorfenda vera „móðursýkisleg“.

Nicole.

Gegnsær búningur Nicole Scherzinger

Söngkonan Nicole Scherzinger klæddist svörtum gegnsæjum búningi í lokaþætti X Factor árið 2019. Yfir 400 manns kvörtuðu undan klæðnaði hennar, eða kannski fremur undan klæðaskorti.

Jennifer Lopez.

Samfella J.Lo

Jennifer Lopez er ekki þekkt fyrir að vera feimin þegar kemur að klæðavali og klæðist hverjum glæsilegum búningi á fætur öðrum. En klæðnaður hennar í Britain‘s Got Talent árið 2013 vakti mikla reiði.

Jennifer klæddist leðursamfellu, netasokkabuxum og háum leðurstígvélum. Á einum tímapunkti í sýningunni renndi J.Lo sér klofvega fram á sviðinu og þótti mörgum þeir sjá aðeins of mikið af klofi hennar.

Það bárust yfir 100 kvartanir sólarhringinn eftir að þátturinn fór í loftið. Jennifer baðst hins vegar ekki afsökunar og stóð með búningnum. Hún sagðist hafa klæðst sama búningi á Billboard-verðlaunahátíðinni, nema í rauðu. „Þá virtist hann ekki valda neinum vandræðum, þannig mér fannst ég örugg,“ sagði hún.

Rihanna í X Factor árið 2010.

Þúsundir kvörtuðu undan Christinu Aguilera og Rihönnu

Klæðnaður Christinu Aguileru og Rihönnu í lokaþætti X Factor árið 2010 olli svakalegu hneyksli. Yfir 3500 manns kvörtuðu undan klæðnaði þeirra.

Christina Aguilera í X Factor árið 2010.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Í gær

Nektarkjóll Kourtney Kardashian skiptir fólki í fylkingar

Nektarkjóll Kourtney Kardashian skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Stína selur gullmolann í Garðabæ – „Að selja vegna nýrra ævintýra“

Hanna Stína selur gullmolann í Garðabæ – „Að selja vegna nýrra ævintýra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið frá upphafi

Fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið frá upphafi
Fókus
Fyrir 2 dögum

My Year of Dicks er framlag Íslands á Óskarnum í ár – Ertu búin/n að horfa á myndina?

My Year of Dicks er framlag Íslands á Óskarnum í ár – Ertu búin/n að horfa á myndina?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian fær úrskurðað nálgunarbann

Kim Kardashian fær úrskurðað nálgunarbann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leit Þórunnar Antoníu loksins lokið – „Komin með fastan samastað“

Leit Þórunnar Antoníu loksins lokið – „Komin með fastan samastað“