fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Azealia Banks gróf upp dauðan kött og eldaði hann – Deildi því með 700 þúsund manns

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 20:30

Azealia Banks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Azealia Banks er 29 ára rappari og sló fyrst í gegn með laginu „212“. Hún er með tæplega 700 þúsund fylgjendur á Instagram.

Azelia segist vera norn og hafi verið að stunda galdra þegar hún, ásamt annarri manneskju, gróf upp leifar kattar síns, Lucifer, sem dó fyrir nokkrum mánuðum. Hún leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með og sýndi einnig frá því þegar hún eldaði köttinn.

„Mörg ykkar vita það ekki en Lucifer dó fyrir þremur mánuðum og við þurftum að grafa hann, en við erum að grafa hann upp núna í fyrsta sinn,“ segir Azelia í einu myndbandinu. Í næsta myndbandi má sjá hana hræra í potti og hún skrifaði með: „Hún er tilbúin.“

Azealia hefur eytt öllum myndböndunum. Í gærmorgun byrjaði söngkonan að „trenda“ á Twitter og var hún á vörum þúsunda netverja, sem margir hverju gerðu grín að málinu.

Söngkonan Sia gagnrýndi Azealiu harðlega og byrjuðu þær að rífast á Twitter. „Ég hef aldrei heyrt neitt jafn ruglað og að fórna dýrum sér til hagnaðar. Náðu langt með því að vera frábær, vingjarnleg og að vinna fyrir því,“ sagði Sia.

Svar Azealiu má sjá hér að neðan, það er augljóst að hún tók gagnrýni Siu ekki vel.

Azealia er stolt af því að vera norn og hefur lengi haldið því fram. Margir hafa komið henni til varnar. „Þið sem þykist vera nornir til að vera töff, og kaupið kattahauskúpur á Etsy, eruð svo eitthvað á móti því þegar einhver stundar í alvöru galdra?“

Myndböndin eru ekki fyrir viðkvæma og geta þeir sem viljað horft á þau hér.

Þetta er ekki í fyrsta sinn að Azealia er gagnrýnd fyrir meðferð sína á dýrum. Í desember 2016 deildi hún furðulegu myndbandi á Instagram þar sem hún var að þrífa skáp heima hjá sér, sem var allur blóðugur eftir að hafa verið notaður til að fórna kjúklingum í þrjú ár. „Alvöru nornir gera alvöru hluti,“ segir hún.

Azealia deildi myndbandi af sér fara að þrífa skáp sem var notaður undir fórnir kjúklinga.
Blóð út um allt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát