fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fókus

„Nakti sálfræðingurinn“ segir nektina hjálpa karlmönnum að opna sig – Segir þetta vera algengasta vandamálið þeirra

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 21. ágúst 2021 22:00

Sarah White. Myndir: Instagram/SaraWhiteTherapy.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sálfræðingurinn“ Sarah White frá New York í Bandaríkjunum verður seint talin venjulegur sálfræðingur. Ástæðan fyrir því er sú að hún vinnur oft nakin með skjólstæðingum sínum. Sarah, sem er 30 ára gömul segir að nektin hafi hjálpað mörgum karlmönnum sem eru hjá henni, hún opni á að þeir tali um tilfinningar sínar. Daily Star fjallaði um svokallaða „nakta sálfræðinginn“.

„Ég finn að þegar ég er nakin þá verða menn berskjaldaðri og opnari. Það lætur þá líða eins og ég virði þá og treysti þeim,“ segir Sarah. „Skjólstæðingar mínir hafa orðið meðvitaðir um hugsanir sínar, tilfinningar sínar og raunveruleika þeirra aðstæðna sem þeir eru í, einnig hafa þeir orðið meðvitaðir um kynferðislegar þrár og þarfir.“

Sarah heldur því fram að nektin opni huga þeirra og að þeir láti varnir sínar falla niður við hana. Þrátt fyrir að Sarah kalli sig sálfræðing hefur hún ekki útskrifast sem sálfræðingur. Hún hefur þó einhverja menntun í faginu, hún kláraði áfanga í sálfræði í háskóla árið 2006. Allir sem mæta í tíma hjá henni þurfa að skrifa undir til að staðfesta að þeir viti að hún er ekki menntaður sálfræðingur.

Allir tímar hjá henni byrja eins og venjulegir sálfræðitímar en Sarah byrjar svo að tala um nekt og örvun. „Stundum vilja þeir snerta sig og fá það og stundum gera þeir það ekki. Ég er með nokkra skjólstæðinga sem vilja ekki að ég sé nakin – svo það fer mjög mikið eftir hverjum og einum,“ segir hún.

„Algengasta vandamálið sem skjólstæðingar mínir tala við mig um er að þeim finnst kynlífið þeirra ekki vera fullnægjandi. Of margir þeirra eru fastir í samböndum þar sem kynlíf og nánd eru ekki metin að verðleikum.“

Sarah hefur boðið upp á þessa þjónustu sína síðan árið 2010. Hún stofnaði nýverið aðgang á hinni umdeildu en vinsælu vefsíðu OnlyFans og vonar að hún nái að gera aðferðirnar sínar vinsælli þar. Hún er líka með síðu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún býður upp á sálfræðitíma í gegnum skilaboð þar. „Ég sendi þeim myndbönd af mér að veraða nakin í gegnum tímann til að byggja upp traust, innsæi og örvun,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bianca Censori í nærfötum úr nammi á götum New York

Bianca Censori í nærfötum úr nammi á götum New York
Fókus
Í gær

Leikkonan kemur sambandinu til varnar – Nýja kærastan 18 árum yngri

Leikkonan kemur sambandinu til varnar – Nýja kærastan 18 árum yngri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli Rafn og Sonja selja parhúsið í Reykjanesbæ

Gísli Rafn og Sonja selja parhúsið í Reykjanesbæ
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef þú þorir er lag um það að taka fyrsta skrefið

Ef þú þorir er lag um það að taka fyrsta skrefið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bergur Þór: „Mér leið eins og þetta væri eina leiðin út“

Bergur Þór: „Mér leið eins og þetta væri eina leiðin út“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Birgitta samdi lag um ungan mann sem varð úti á Laugavegi – 11 árum seinna hitti hún bróður hans – „Veistu það, ég fékk svo mikla gæsahúð“

Birgitta samdi lag um ungan mann sem varð úti á Laugavegi – 11 árum seinna hitti hún bróður hans – „Veistu það, ég fékk svo mikla gæsahúð“