Hjónin María Birta Bjarnadóttir leikkona og Elli Egilsson listamaður keyptu sér hús í bandarísku borginni Las Vegas á dögunum. Frá þessu greina þau á Instagram.
Í Instagram-story hjá Maríu birtu fer hún ásamt Ella í gegn um húsið sem þau voru að kaupa, sem er einbýlishús. Í því má meðal annars sjá sundlaug og arin. Við myndbandið skrifar hún: „Keyptum okka fyrsta hús í Vegas,“
Þau eru nú búsett í þessari fjölmennustu borg eyðimerkurríksisins Nevada. En líkt og flestir vita er Las Vegas þekkt fyrir spilavíti, glamúr og mikið skemmtanalíf.
María og Elli hafa verið gift í sjö ár, en þau fögnuðu ullarbrúðkaupi á dögunum.
Hér að neðan má sjá skjáskot úr Instagram-story hjá Maríu og Ella þar sem sjá má nýja húsið.