fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Billie Eilish biðst afsökunar á umdeildu myndbandi

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 20:00

Billie Eilish. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billie Eilish er ein vinsælasta söngkona heims þrátt fyrir ungan aldur, en hún er aðeins 19 ára gömul. Hún hefur þó verið mikið rædd upp á síðkastið vegna umdeildra atvika.

Billie baðst afsökunar á myndbandi sem fór í dreifingu frá því að hún var 13 ára en í því má sjá hana segja orð sem notað er sem niðrandi heiti fyrir fólk af asískum uppruna. Hún segir í færslu á Instagram-síðu sinni að hún hafi ekki vitað að orðið væri niðrandi.

Hún segir að hún skammist sín verulega fyrir þetta og að þetta sé eina skiptið sem hún hafi nokkurn tímann notað þetta orð.

Þá hefur einnig myndband gengið á milli manna þar sem hún er sögð vera að gera grín af hreim fólks frá Asíu. Hún segir þessar ásakanir vera fráleitar og að hún hafi einungis gerst sek um bulla með barnalegri rödd sem hún notar þegar hún talar við börn eða gæludýr.

Skjáskot/Instagram

Billie hefur einnig verið sökuð um hýrginningu (e. Queerbaiting) í nýjasta tónlistarmyndbandi hennar. Samkvæmt síðunni Hinsegin frá Ö til A er hýrginning: „Hugtak notað í tengslum við kvikmyndir eða sjónvarpsþætti sem vísar til þess þegar handritshöfundar og leikstjórar skapa hinsegin undirtexta, búa til kynferðislega spennu milli tveggja persóna af sama kyni eða gefa annars konar hinsegin samband til kynna sem reynist síðan blekking eða grín. Tilgangurinn er að laða hinsegin fólk að skjánum og auka þannig áhorf án þess að fæla íhaldssama áhorfendur frá.“

Í myndbandinu má sjá hana dansa ásamt fleiri konum en hún hefur einnig sagt þessar ásakanir vera bull og vitleysa.

Kærasti Billie Eilish, Matthew Tyler Vorce, er einnig afar umdeildur en hann baðst afsökunar á dögunum fyrir að birta rasískar og gagnkynhneigðarhyggðar (e. homophobic) færslur á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta