fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Gunnar Bragi furðar sig á bólusetningu Eurovision-hópsins – „Er það væl?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. maí 2021 15:58

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í morgun að meðlimir íslenska Eurovision-hópsins hefðu fengið að fara fram fyrir í röðina fyrir bólusetningu. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins er ekki sáttur með að Daði, gagnamagnið og föruneyti þeirra hafi fengið að fara fyrr í bólusetningu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi málið við blaðamann DV í morgun. Þórólfur sagðist vona að það hafi verið rétt ákvörðun að hleypa hópnum fram fyrir röðina.

„Það kom beiðni frá RÚV um það af því að það var nú verið að senda þennan hóp til Hollands þar sem þau myndu væntanlega umgangast mjög marga og tíðnin á COVID er mjög há. Þá kom þessi beiðni og hún var rædd og við höfum verið mjög treg við það að taka svona hópa fram fyrir en ákváðum eftir umræður að þetta væri kannski sanngjörn krafa þegar við værum að senda þetta fólk út í þetta – að bólusetja þau. Og ég vona að það hafi verið rétt ákvörðun því þau voru þarna útsett og einn virðist hafa smitast svo ég held við getum bara verið ánægð með þá ákvörðun ef það kemur í veg fyrir veikindi hjá þessu fólki.“

„Furðulegt að hleypa þeim framfyrir“

Gunnar Bragi er á þeirri skoðun að það sé skrýtið að hópurinn hafi fengið bólusetninguna. „Furðulegt að hleypa þeim framfyrir. Enn eru dæmi um fólk með undirliggjandi sjúkdóma sem ekki hafa fengið bólusetningu og þá er þetta júróvísjón sett í forgang,“ segir þingmaðurinn á Facebook-síðu sinni. „Ætli að séu fleiri skemmikraftar sem geta fengið undanþágu? Hvað með þá sem þurfa erlendis vegna vinnu eða að sinna veikindum í fjölskyldu? Fá þeir forgang?“

Maður nokkur sagði Gunnari að hætta þessu væli í athugasemd við færsluna en Gunnar svaraði því. „Hvað meinarðu? Finnst þér eðlilegt að manneskja sem fengið hefur blóðtappa, heilablóðfall, krabba og fleira sé látin bíða? Er það væl? Ótrúlegt að þér skuli finnast í lagi að þessir skemmtikraftar séu teknir fram fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta