fbpx
Föstudagur 07.maí 2021
Fókus

Engill Bjartur biðst afsökunar á umdeildu myndbandi – „Ég er alls ekki rasisti“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 13:30

Engill Bjartur Einisson - Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðskáldið, rithöfundurinn og rapparinn Engill Bjartur Einisson heldur uppi aðgangi á samfélagsmiðlinum TikTok. Aðgangurinn, sem er í hans nafni, er fyrir löngu orðinn einn af þeim vinsælli á miðlinum. Yfirleitt leikur allt í lyndi hjá ljóðskáldinu á samfélagsmiðlinum en í gær birti hann umdeilt myndband og hefur fengið skammir og fúkyrði í kjölfarið.

Myndbandið sem um ræðir er keypt myndband, Engill fékk greitt fyrir að gera myndbandið en um afmæliskveðju er að ræða. „Þetta var þannig að ég er með sérstakt fyrirkomulag sem ég byrjaði á í fyrra um haustið, á meðan ég var í útlöndum. Það felst í því að bjóða upp á sérpantaðar afmæliskveðjur. Ég birti þær síðan á TikTok,“ segir Engill um málið í samtali við DV.

„Þeir sem panta, yfirleitt handa vinum sínum eða kærasta, kærustu eða álíka, geta beðið mig um að taka í rauninni hvað sem er fram í kveðjunni. Ég hef til dæmis verið beðin um að koma einkahúmor áleiðis sem ég skil ekki einu sinni sjálfur.“

„Síðan byrjuðu mér að berast alls kyns hatursskilaboð“

Fyrir þessa afmæliskveðju sem um ræðir var Engill beðinn um að rappa lagið Hot N*gga eftir Bobby Shmurda. Engill rappaði lagið í kveðjunni en hið svokallaða N-orð kemur reglulega fyrir í laginu og Engill söng það í myndbandinu. „Í fljótfærni minni fattaði ég ekki að þetta væri mikill glæpur og synd sem ég var að drýga, að rappa svona texta sem hvítur maður. Ég hlóð kveðjunni bara upp og hafði engar áhyggjur af því að þetta myndi hræra í aðdáendum mínum,“ segir Engill.

„Síðan byrjuðu mér að berast alls kyns hatursskilaboð, og reyndar mjög pen og fín skilaboð líka, þar sem fólk benti mér á að þetta væri eiginlega ekki við hæfi, að segja n-orðið sem hvítur maður. Þá kveikti ég strax á perunni vegna þess að ég hef náttúrulega séð þetta í bíómyndum og var alveg meðvitaður um það innst inni að það væri ekki til fyrirmyndar að segja n-orðið sem hvítur maður, hvað þá 10 sinnum í einu myndbandi.“

„Ég er alls ekki rasisti“

Engill sá að sér og ákvað að biðjast opinberlega afsökunnar á notkun orðsins. Hann eyddi myndbandinu svo út af öðrum samfélagsmiðlum, Instagram og Facebook. Hann hélt því þó ennþá inni á TikTok þar sem hann hafði fengið greitt fyrir að gera það. „Ég er alls ekki rasisti,“ sagði Engill í myndbandinu með afsökunarbeiðninni.

Afsökunarbeiðnin hefur fengið góðar viðtökur á TikTok. „Vel gert. Þeir sem átta sig á mistökum sínum eru sterkari en þeir sem ekki höndla það að sjá sín mistök.“

Hér fyrir neðan má sjá myndböndin sem fjallað er um í fréttinni, bæði afmæliskveðjuna og afsökunarbeiðnina:

@engillbjarturInnilega til hamingju með daginn kæri JÓSEP HEIÐAR JÓNASSON 🎁 ##EngillBjartur ##afmæliskveðja

♬ original sound – Engill Bjartur Einis

@engillbjarturFormleg afsökunarbeiðni frá Engli Bjarti – ég er alls ekki rasisti og þykir afar leitt að hafa gert þessi klaufalegu mistök ❤️ #EngillBjartur

♬ original sound – Engill Bjartur Einis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Manuelu fékk Gucci-veislu og stórkostlegan leynigest – „Andlitið á henni þegar hann labbaði inn“

Dóttir Manuelu fékk Gucci-veislu og stórkostlegan leynigest – „Andlitið á henni þegar hann labbaði inn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reið móðir kom að henni í sólbaði – „Þetta er mjög lítið bikiní“

Reið móðir kom að henni í sólbaði – „Þetta er mjög lítið bikiní“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bill og Melinda Gates að skilja

Bill og Melinda Gates að skilja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skildi eftir áhrifamikið bréf fyrir ömurlega yfirmanninn

Skildi eftir áhrifamikið bréf fyrir ömurlega yfirmanninn
Fastir pennarFókus
Fyrir 4 dögum

Af hverju „elskum“ við morð?

Af hverju „elskum“ við morð?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær að heyra það fyrir að gefa syni sínum brjóst – „Fólk segir að hann sé of gamall“

Fær að heyra það fyrir að gefa syni sínum brjóst – „Fólk segir að hann sé of gamall“