Streymisveiturisinn Netflix er sagður vera í basli með að halda kynlífssenum úr vinsælu þáttunum Bridgreton af klámsíðum. Leikararnir í þáttunum eru sagðir hafa áhyggjur af þessu. DailyMail greindi frá málinu.
Phoebe Dynevor og Regé-Jean Page, leikarar í þáttunum, voru allt annað en sátt þegar þau komust að þessu. „Hryllingur“ og „reiði“ eru orðin sem þau eru sögð hafa notað þegar þau fréttu af lekanum.
Heimildarmaður DailyMail segir að málið sé sérstaklega erfitt fyrir þau Dynevor og Page. „Þau eru tveir ungir leikarar sem fengu tækifæri aldarinnar með þessum hlutverkum og þau gáfu ekki samþykki fyrir að vera notuð á þennan hátt,“ sagði heimildarmaðurinn. „Hverjum sem dettur í hug að gera þetta mun finna fyrir öllum mætti stærstu streymisveitu heimsins.“
Page ræddi nýverið um alla nektina sem er í þáttunum. Hann talaði meðal annars um það hvernig fjölskyldan hans brást við nektinni. „Fjölskyldan mín er orðin svolítið þreytt á þessum tímaapunkti. Við erum með fjölskylduspjall og þau sendu mikið af rauðum tjáknum (e. emoji) þegar þau horfðu á fimmta þáttinn,“ sagði Page og bætti við að ferskjutjáknið, sem oft er notað í kynferðislegum spjöllum, var einnig sent við og við.