fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. september 2020 13:32

Aron Freyr og Dagbjört Rúriks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinder laugin var stefnumótaþáttur sem hóf göngu sína í lok árs 2019. Þátturinn var sýndur á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að hann hafi vakið gríðarlega athygli.

DV lék forvitni að vita hvar keppendurnir eru nú, fann kannski einhver ástina? Við ræddum við fimm fyrrverandi keppendur og athafnakonuna Línu Birgittu sem er manneskjan á bak við þættina.

Umfjölluninni er skipt í tvennt, fyrri hluti birtist í dag og seinni hluti mun birtast um helgina á DV.is. Í seinni hluta er rætt við keppendur úr vinsælasta þætti Tinder laugarinnar, Gauta Gunnlaugsson, Tinnu Maríu Björgvinsdóttur og Rebekku Rún Hjartardóttur, ásamt Línu Birgittu.

Í stuttu máli snýst Tinder laugin um að það er einn spyrill og þrír keppendur. Spyrillinn spyr spurninga og keppendur svara. Sá keppandi sem er með besta svarið að mati spyrilsins fær stig. Stigahæsti keppandinn fer svo á stefnumót með spyrlinum. Í hverjum þætti er nýr kynnir og fékk Lína Birgitta nokkra þekkta áhrifavalda til að halda uppi fjörinu. Það var einn kynnir sem vakti mesta umtalið, snapparinn Reynir Bergmann, fyrir að spyrja kynferðislegra spurninga eins og: „Hvernig „sex“ fílið þið stelpur?“ og hvort þær hafi verið með fleiri en tveimur í einu.

https://www.instagram.com/p/B5qlzknAq0C/?utm_source=ig_embed

Það er eitt sem allir keppendurnir sem DV talaði við geta sammælst um. Þeim fannst upplifunin ánægjuleg og þeir höfðu gaman að athyglinni.

Við byrjuðum á því að ræða við tvo keppendur í umdeildasta þætti Tinder laugarinnar, fimmta þættinum. Í þeim þætti var söngkonan Dagbjört Rúriks spyrill og þrír ungir karlmenn kepptust um að heilla hana og komast á stefnumót með henni.

Aron Freyr Aðalbjörnsson var einn keppandi þáttarins en vegna ölvunar var honum skipt út fyrir annan keppanda. En fyrir það tókst honum að vekja talsverða athygli, meðal annars fyrir ummæli sín um áhrifavaldinn Sunnevu Einars.

Sjá einnig: Keppandi Tinder laugarinnar óður í Sunnevu Einars: „Senda þennan heim í taxa“ – Sjáðu myndbandið

Aron Freyr. Aðsend mynd.

Aron Freyr

Þrátt fyrir að hafa þurft að yfirgefa þáttinn vegna ölvunar segir Aron Freyr sína upplifun af þættinum vera jákvæða. „Ég lít á þetta sem skemmtilegt partý sem fór aðeins úr böndunum. En ég skemmti mér eins og enginn væri morgundagurinn, þrátt fyrir að hafa ekki munað mikið daginn eftir. Ég veit hvað ég sá sjálfur í þættinum og veit sitt lítið af því sem mér hefur verið sagt af aðilum á tökustað,“ segir Aron Freyr.

Athyglin sem þátturinn fékk kom honum talsvert á óvart en var velkomin. „Ég bjóst aldrei við öllum þeim fréttum og greinum sem komu eftir þetta. En ég bjóst nú alltaf við að þetta yrði smá sprengja á samfélagsmiðlum meðal minnar kynslóðar,“ segir hann og heldur áfram:

„Mér fannst athyglin góð. Það kom stundum fyrir að einn og einn þáttur fékk slæm viðbrögð og slíkt, en yfir heildina fannst mér athyglin og allt það sem fylgdi þessu jákvætt,“ segir hann.

„Ég hef verið athyglissjúkur frá því að ég man eftir mér. Eins og er sagt: „Öll umfjöllun er góð umfjöllun.“ Þannig ég get hreinskilnislega sagt að ég dýrkaði allt sem fylgdi þessu og alla athyglina,“ segir Aron og hlær.

Hann segir að ennþá daginn í dag er kannast við hann á götu úti sem „fulla gæjann í Tinder lauginni.“

https://www.instagram.com/p/B63s58Cgibg/

Sjá einnig: Ólga í Tinderlauginni – „Er hann að ríða systur þinni?“

„Fyrstu vikurnar eftir þættina var tekið mikið af myndum niður í bæ. En slíkt minnkaði með tímanum og enn meira eftir að COVID skall á. En það er stundum kallað þetta á eftir mér og ég hlæ bara með því,“ segir hann.

Aron Freyr segist samt sjá eftir einu. „Þegar ég horfi til baka þá er ekkert sem ég myndi vilja breyta. Nema kannski að klára þáttinn og nýta athyglina sem fylgdi betur,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki fengið ein leiðinleg skilaboð á samfélagsmiðlum.

„Allir í kringum mig og þeir sem horfðu á þáttinn dýrkuðu hann. Ég er með afar sérstakan og skemmtilegan persónuleika sem þú annað hvort gjörsamlega þolir ekki eða gjörsamlega dýrkar. Ég er ekki alveg þarna á milli,“ segir hann.

Hvar er Aron Freyr í dag?

„Í dag er ég bara að hafa það kósý. Ég er kominn með kærustu, fína vinnu og er bara að takast á við það sem allir aðrir eru að takast á við, Covid þar að segja. Annars er ég alltaf með eitthvað tilbúið að gera og verkefni hér og þar. Það er ýmislegt í vinnslu,“ segir hann.

Fylgstu með Aroni á Instagram.

Dagbjört Rúriks. Aðsend mynd.

Dagbjört Rúriks

Söngkonan Dagbjört Rúriksdóttir var spyrillinn í fimmta þættinum. Hún segir að sín upplifun af þættinum hafi verið „steikt og skemmtileg.“

„Ég hefði viljað vera edrú, annars var þetta bara fyndið,“ segir hún.

Dagbjört er edrú í dag og hefur verið það síðastliðna níu og hálfa mánuði. Aðspurð hvort að upplifun hennar í þættinum hafi spilað inn í ákvörðun hennar að verða edrú segir Dagbjört: „Að sjálfsögðu er ég hundrað sinnum betri útgáfa af sjálfri mér allsgáð og þetta spilar inn í eins og margt annað.“

Dagbjört segir kosti Tinder laugarinnar vera að þættirnir séu skemmtilegir og komi fólki á framfæri. Gallarnir eru „mikið fyllerí, drykkjan er valkostur þó. Ekki fyrir þá sem höndla ekki og mögulega einhverja neikvæða athygli. Þarft að hafa skráp.“

Hvar er Dagbjört í dag?

„Ég er níu og hálfs mánaða edrú í bullandi bata og er alltaf syngjandi og semjandi tónlist. Ég er með tvö ný lög á leiðinni sem ég samdi og með einu þeirra fylgir nýtt tónlistarmyndband,“ segir hún.

Fylgstu með Dagbjörtu á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B7Jiw4iAD1I/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta