fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Dans- og leiksýning í Streitisvita í Breiðdal

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 20:00

Almar og Bjartey mynda listahópinn „Vitranir“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru einn til tveir vitar við hvern fjörð yfirleitt. Við erum búin að skoða allavegana sjö vita,“ segir Bjartey Elín Hauksdóttir dansaranemi og annar af meðlimum í Listahópnum „Vitranir“. Með Bjarteyju í hópnum er Almar Blær Sigurjónsson leikaranemi. Bæði eru þau í Listaháskóla Íslands og hefja lokaárið í skólanum í haust.

Vitranir er verkefni á vegum Listahóps Austurlands sem er í Skapandi sumarstörfum á Austurlandi. Er þetta annað sumarið sem Skapandi sumarstörf eru í boði á Austurlandi. „Þetta gekk það vel í fyrrasumar að það var ákveðið að hafa þetta aftur í ár og fjölga úr 10 manns í 14,“ segir Almar sem var einnig í sama starfi í fyrrasumar.

Bjartey Elín Hauksdóttir er á Samtímadansbraut í Listaháskóla Íslands. Mynd/aðsend

Leituðu eftir vitalegasta vitanum

„Við sóttum um með ákveðna hugmynd sem hefur þróast í sumar. Okkar hugmynd var að sameina okkar listform, leiklist og dans og vinna með óhefðbundið leikrými,“ segir Almar

Drauma vitann fundu þau í Breiðdal. „Við vorum bara að leita eftir vitalegasta vitanum. Streitisviti er á fimm hæðum og mun sýningin ferðast á milli hæða,“ segir Bjartey.

Þrír gestir á hverri sýningu

Bjartey og Almar hafa skoðað sögu staðarins og sögu vita yfir höfuð. Sýningin mun verða fyrir áhrifum umhverfisins og verður hún meira huglæg heldur en að þetta sé ákveðinn söguþráður. Sýningin verður 20-30 mínútur og komast í mesta lagi þrír gestir á hverja sýningu.

„Við ætlum að bjóða fólki inn í ákveðinn heim. Við ætlum okkur að skapa ákveðið andrúmsloft í þessu hráa rými sem vitinn er með því að samtvinna dans og leiklist,“ segja Almar og Bjartey. Þau eru sammála því að það séu forréttindi að fá að vinna við listsköpun í sumar.

Almar Blær Sigurjónsson er á Leikarabraut í Listaháskóla Íslands. Mynd/aðsend

Afskekkt og einmanalegt að vera vitavörður

„Við heilluðumst af vitanum sem hugmynd. Það er svo afskekkt og einmanaleg hugmynd að vera viti eða vitavörður. Það er samt svo falleg pælingin að búa til hús til þess að minnka líkur á sjóslysum,“ segir Almar. Bjartey segir drauminn vera að ferðast með sýninguna í fleiri vita um landið til að byrja með og fara svo í vita erlendis.

„Aðal hindrunin í þessu ferli var að fá leyfi til að sýna í vitanum,“ segir Bjartey. Almar bætir því við að það þurfti að athuga með alls konar öryggismál og fleira sem tengist starfsemi vitans. „Auðvitað þarf að fara varlega í þessu rými og erum við mjög þakklát fyrir að hafa fengið leyfið.“

Streitisviti í núverandi mynd var byggður árið 1984. Mynd/aðsend

Hluti af Listahátíð Fjarðarbyggðar

Sýningin er hluti af „Innsævi“ Listahátíð Fjarðarbyggðar sem hefst á fimmtudaginn og stendur í mánuð. Hátíðin er haldin í fyrsta skipti í ár. Almar og Bjartey munu sýna þrjár sýningar á dag í fjóra daga þann 28. – 31. júlí með möguleika á aukasýningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs