fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fókus

Einstakt tækifæri til að skoða nærbuxur kvenna á Akureyri – og gefa skít i Trump

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 19. júní 2020 12:55

Jonna skýtur á Trump. Mynd/Snæfríður Ingadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Upphaflega ætlaði ég bara að hafa g-strengi en síðan fannst mér eðilegt að hafa alls konar brækur því konur ganga í allskonar brókum. Oft er talað um nærbuxur en það er akureyrska að segja brækur,“ segir listakonan Jonna, Jónborg Sigurðardóttir, sem í dag, á baráttudegi kvenna, opnar sýninguna Virðing/Respect þar sem hún krefst þess að virðing sé borin fyrir öllum konum. Sýningin er í Kaktus, Listagilinu á Akureyri og verður opnuð klukkan 17 í dag.

„Þetta er femínísk sýning þar sem ég tjái mitt kvenlega eðli,“ segir Jonna.

Ansi litríkar nærbuxur sem lýsa litskrúðugu mannlífi – eða kvenlífi öllu heldur – á Akureyri. Mynd/Snæfríður Ingadóttir

Líka hvítar Sloggi

Á sýningunni er fjöldi nærbuxna sem hún hefur sankað að sér hjá konum á Akureyri. „Margar konur notuðu áður g-strengi en hættu svo að nota þá þegar þær fitnuðu eða þegar þær urðu eldri. Í staðinn fyrir að hafa bara g-strengi eru hér alls konar brækur því konur eru alls konar. Sumir segja að g-strengir tengist klámvæðingunni en mörgum konum finnst bara mjög þægilegt að ganga í þeim,“ segir hún en nærbuxurnar á sýningunni eru allt frá mjög efnislitlum strengjum til hvítra Sloggi-nærbuxna sem gjarnan kallast ömmunærbuxur. Þarna er því öll flóran, rétt eins og konurnar sem áttu þær.

Jonna segir það hafa verið auðsótt mál að fá allar þessar nærbuxur. „Ég bara auglýsti á Facebook. Ég þekki allar þessar konur og allar þessar brækur,“ segir hún og hlær.

Nærbuxur er þó ekki eini hluti sýningarinnar því þar er einnig mynd af Donald Trump bandaríkjaforseta, auk þess sem Jonna hefur gert eins konar teygjubyssu úr við sem er í laginu eins og leg.

Fullur kvenfyrirlitningar

„Pælingin er að gefa skít í Trump. Hann er svo ógeðslega mikill rasisti og fullur kvenfyrirlitningar. Hér er því hægt að nota teygjubyssuna til að skjóta á hann með brókunum, gefa skít í hann,“ segir Jonna og bætir við að hún yrði mjög ánægð ef Trump sjálfur myndi heyra af sýningunni.

Mynd/Snæfríður Ingadóttir

Þá hefur hún skrifað með rauðum túss á dömubindi skilaboð til ungu kynslóðarinnar. Eitt dæmið er: „Elsku dóttir. Langamma þín hafði það hlutverk að þjóna bræðrum sínum.“ Og annað: „Elsku dóttir. Veistu að kvennalandsliðið í knattspyrnu var rkki stofnað fyrr en 1981 á Íslandi.“ Hún segir að það hafi verið því það þótti ekki fínt að konur væru í fótbolta.

Sýningin stendur aðeins um helgina. Hún verður opin til klukkan 21 í kvöld, og á laugardag og sunnudag verður sýningin opin milli klukkan 14 og 17. „Þetta er því einstakt tækifæri,“ segir Jonna.

Virðing – viðburðurinn á Facebook

Jonna /Jónborg Sigurðardóttir
Fæddist í Reykjavík 1966 en fluttist til Akureyrar 1980 og hefur búið þar síðan og alið af sér 5 Akureyringa.
Jonna útskrifaðist úr màlunardeild Myndlistarskólans à Akureyri 1995 og úr fatahönnun frá Københavns Mode og Designskolen 2011.
Jonna vinnur verk sín í allar àttir og er ekki bundin við neitt listform, oftast notast hún við endurvinnslu í verkum sínum.
Jonna hefur tekið þátt í fjölda samsýningar og haldið einkasýningar en àrið 2012 hófst nýr kafli í lífi Jonnu og hefur hún verið à útopnu síðan þà og frà 2012-2018 hefur hún haldið 16 einkasýningar en því tímabili lauk með heilsubresti. Jonna hefur staðið fyrir allskonar viðburðum og er meðlimur í Listhópnum Rösk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Skapandi fólk skálar á HönnunarMars – Smartpartý út um allan bæ

Skapandi fólk skálar á HönnunarMars – Smartpartý út um allan bæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Heitasti „sjálfustaðurinn“ á Hönnunarmars – Verkinu er ætlað að efla jákvæða sjálfsmynd

Heitasti „sjálfustaðurinn“ á Hönnunarmars – Verkinu er ætlað að efla jákvæða sjálfsmynd