fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Borgarfulltrúi Pírata skartar nýju húðflúri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. maí 2020 16:10

Sigurborg Ósk. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, skartar nýju húðflúri. Falleg kría er á bringu hennar og hefur mikla þýðingu fyrir Sigurborgu.

Hún útskýrir merkingu kríunnar fyrir sér í einlægum pistli á Facebook sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila áfram.

Hér má sjá nýja húðflúr Sigurborgar Óskar.

„Þegar ég var í Fljótunum fyrir nokkrum árum sá ég hvar fálki kom fljúgandi og styggði stórt fuglavarp. Allir litlu fuglarnir flugu upp og voru með læti en áttu ekki roð í fálkann. Sé ég þá hvar kemur fljúgandi frá hafi flokkur af kríum sem höfðu verið að sækja sér æti á sjó. Þær réðust á fálkann með ótrúlegri hæfni og samhæfingu. Fálkinn mátti sín lítils og varð að flýja með það sama. Ég dáðist að þessari stórkostlegu samvinnu. En krían er ekki einungis öflugur verndari heldur býr hún einnig yfir yfirburðar þrautseigju þar sem þessi 100 gramma fugl flýgur plánetuna á enda á hverju ári. Hennar heimkynni er Jörðin,“ segir Sigurborg Ósk og heldur áfram.

„Frá því að ég var lítil stelpa hef ég alla tíð verið heilluð af dýrum. Mér finnst þau það fallegasta á þessara plánetu og ég hef ávallt upplifað með þeim samkennd sem á sér engin takmörk. Og já, það er erfitt að búa í heimi þar sem slík samkennd er ekki ráðandi.

Dýrin og náttúran eiga sjálfstæðan tilverurétt og ætti hann að vera óskoraður í Stjórnarskrá Íslands. Þeirra líf hefur gildi í sjálfu sér alveg eins og okkar.“

Ástandið í dag

„Núna er ástandið á jörðinni mjög alvarlegt. Dýrategundir deyja út á áður óséðum hraða. Þau hafa misst heimili sín. Evrópa, Norður – Ameríka og aðrar heimsálfur voru áður heimkynni miklu fleiri dýra. Bæði tegunda og fjölda. En í dag eru þau að hverfa. Stærsta hættan í heiminum í dag er tap á líffræðilegum fjölbreytileika. Við höfum misst tengslin við náttúruna og skiljum ekki áhrifin sem okkar gjörðir hafa á aðrar dýrategundir. Hvort sem um er að ræða höfin, strendurnar eða landið eru fótspor okkar sem tegund orðin svo yfirgnæfandi að ekki er pláss fyrir önnur spor. Loftslagsbreytingar gera ástandið enn verra. Þetta stefnir allt í eina átt. Og það syrgir mig óendanlega.

Við þurfum að slaka á, loka augunum og hlusta á fuglasönginn. Þannig hlustum við á hjartað. Við þurfum að hætta að ræsa fram land fyrir ósjálfbæra matvælaframleiðslu, hætta að leggja nýja vegi þar sem önnur dýr eiga heima, að brjóta nýtt land fyrir húsin okkar og að reisa virkjanir og verksmiðjur sem skaða náttúruna. Við þurfum að hætta að hugsa um okkur sjálf í fyrsta sæti og dýrin í því síðasta. Við þurfum að skapa jafnvægi á jörðinni. Milli okkar og náttúrunnar.“

Að lokum segir hún:

„Ég dáist að kríunni. Hún lætur ekkert stoppa sig. Hún veit hvað hún vill og hún hræðist ekkert. Það skiptir hana engu máli þótt hættan sem henni ógnar sé mun stærri en hún sjálf. Ísland getur orðið eins og krían. Ísland getur haft áhrif og sýnt með góðu fordæmi hvernig fleiri lönd geta skapað raunverulega sjálfbærni. Því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta