fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Fókus

Kristín Tómasdóttir svarar spurningum lesenda

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 5. apríl 2020 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu vikum mun Kristín Tómasdóttir í samstarfi við DV taka við spurningum frá lesendum um málefni sem tengjast fjölskyldunni, börnum og ástinni.

„Þetta verður fjölskylduhorn, en ég er  á lokametrunum í námi til að verða fjölskyldumeðferðarfræðingur. Ég mun svara spurningum frá fólki um tengsl innan fjölskyldna, bæði hjóna- og paratengsl og tengsl við börn. uppeldismál og um sjálfsmynd barna. Það er hægt að senda mér fyrirspurnir og svo mun ég líka skrifa eitthvað um þessi málefni.“

Áskoranir fjölskyldna í COVID-19 faraldri

Kristín segir ástandið í samfélaginu í dag, sökum COVID-19 faraldursins skapa vissar áskoranir fyrir fjölskyldur.

„Það eru ótrúlega breyttir tímar og breytingar hafa rosalega mikil áhrif á fjölskyldur, alveg sama hvernig breytingar það eru. Þá kannski helst svona formgerðar breytingar eins og ef börn fæðast, fólk skilur, einhver deyr en líka bara breytingar.

Og nú erum við að ganga í gegnum mjög miklar breytingar. Allt í einu er fólk ekki bara foreldrar og par heldur er það líka kennarar, afgreiðslufólk, frístundaráðgjafar o.fl. og við erum að reka alls konar batterí úr stofunum heima hjá okkur. Það er kannski það helsta sem fjölskyldur eru að kljást við núna. Þetta eru svo rosalega breyttir tímar.“

Hjónabandsráðgjafi á daginn og uppistandari á kvöldin

Kristín hefur komið víða við í námi og starfi en nýtir allan sinn bakgrunn í nýja fjölskylduhorninu.

„Ég er með BA-próf í sálfræði og kynjafræði og hef síðan verið að starfa að megninu við að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga. Ég hef haldið sjálfsstyrkinganámskeið, fræðslu og fyrirlestra fyrir foreldra og fagfólk út um allt land undanfarin 10 ár.“

„Síðan lærði ég reyndar líka stjórnun og stefnumótun í opinbera geiranum svo ég er stjórnsýslufræðingur líka sem mér finnst mjög fyndið því ég nota það eiginlega ekki neitt. Ég skil eiginlega ekki afhverju ég fór að læra það. En þetta er samt í rauninni mjög tengt því sem ég starfa við, því fjölskyldan er minnsta stofnun samfélagsins og margt sem opinbera kerfið og fjölskyldan vinna saman með. Þannig þetta er nátengd.“

„Svo fór ég og lærði fjölskyldumeðferðarfræði en útskriftin hefur frestast út af þessu ástandi í samfélaginu. En ég starfa sem slíkur í dag, sem hjónabandsráðgjafi og hef verið með áherslu á pör og samskipti innan parasambanda, og mér finnst það mjög spennandi.“

Lokaverkefni Kristínar í fjölskyldumeðferð var uppistand sem hún þróaði sem nýskapandi fyrirbyggjandi meðferðarform við paravanda, en húmor er henni mjög hugleikinn og notar hún hann mikið í meðferð. Hún fékk einnig að vera uppfyllingaratriði á uppistandskvöldi Sögu Garðarsdóttur í Þjóðleikhúskjallaranum.

Algengasti vandi para 

Blaðamaður gat ekki sleppt því að spyrja hver helstu vandamálin eru í parasamböndum.

„Algengasti vandi para er misskilningur. Þá hefur fólk ekki haft nægan tíma til að tala saman, eða er ekki að tala saman og bera saman bækur sínar, er að reyna hugsanalestur og annað slíkt sem er ekkert sérstaklega gott í þessu samhengi. Oft snýst þetta um að uppræta einhvern misskilning.

Svo er líka bara eins og núna á þessum tímum þá er mjög áhugavert að skoða það að það er oft frítími og vinnutími sem verða þrætuepli í parasamböndum, þá kannski helst ef annar aðilinn er mikið að vinna, eða það myndast eitthvað ójafnvægi þarna á milli. Annar aðilinn kannski alltaf heima með börnin á meðan hinn er að vinna og fólk hefur ekki tíma til að gera hlutina saman sem það vill gera. Það sem rannsóknir sýna í þessu samhengi er að það snýst ekkert endilega um hversu mikill tími fer í samveru heldur hvernig þessi tími er nýttur og það er eitthvað sem er mjög áhugavert núna. Þannig að nú er tækifæri til að nýta tímann vel og eiga gæðastundir en ekki bara sitja og láta tímann líða. Þetta er spurning nefnilega um gæði umfram magn. Nú erum við með nóg af magni, nóg af tíma og það er mjög mikilvægt að nýta hann vel.“

Við bjóðum Kristínu velkomna til liðs við DV. Þeir sem vilja senda henni spurningar geta sent tölvupóst á netfangið hjonabandssaela@gmail.com en spurningum verður svarað í helgarblöðum DV sem koma út á föstudögum. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 6 dögum

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku
Fókus
Fyrir 1 viku

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur