fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Fókus

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri

Fókus
Laugardaginn 4. apríl 2020 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn flestir hafa nú stillt innkaupaferðum sínum í hóf eftir mesta mætti og farið eftir þeim tilmælum að stunda magninnkaup og að aðeins einn meðlimur úr  fjölskyldu fari í verslun í einu. Það er gott og blessað en hvernig er best að skipuleggja sig til að forðast ítrekuð innkaup og misheppnaða eldamennsku sökum þess að aðeins hluti af innihaldsefnunum eru til?

DV heyrði í nokkrum hagsýnum húsmæðrum og feðrum og safnaði saman bestu ráðunum.

 

1 . Matseðill! Til að byrja með er mikilvægt að gera matseðil fyrir vikuna og ekki gleyma að huga að meðlæti og drykkjum. Matseðlar og nákvæm innkaup einnig góð fyrir fjárhag heimilisins.

2.  Hönnun skiptir máli við skrif innkaupalista! Því næst skal gera innkaupalista og skrifa upp samkvæmt hönnun verslunarinnar sem þú ætlar að fara í. Það er að segja ef morgunkorn og brauð er fremst í versluninni og mjólkurkælirinn fyrir miðju skaltu skrifa hvað þig vantar í þeirri röð til að þurfa ekki að spássera um alla verslunina, fram og til baka. Þarna sparar þú tíma og getur komið þér inn og út úr versluninni á mettíma.

3. Staðgönguvara! Gerðu ráð fyrir að eitthvað sé ekki til og vertu með staðgöngu-vöru í huga sé varan þér mikilvæg. Til dæmis frosið grænmeti í stað fersks, eldhúspappír í stað klósettpappírs og svo framvegis.

4. Ísskápapláss! Verslaðu eins og þú sért að fara í sumarbústað og það sé takmarkað pláss í ísskáp. Hvað má vera út á svölum? Elskar þú appelsínusafa og kaupir alltaf nýkreistan? Keyptu einn slíkan en fleiri sem má geyma við stofuhita. Hugsaðu í lausnum.

5. Frystipláss! Kíktu í frystirinn áður en þú verslar og skoðaðu hvað er nú þegar til og mætti nýta og hvað þú hefur pláss fyrir.

6. Tilboð!  Á heimasíðum flestra verslana má nú þegar sjá páskatilboðin og hentar því vel að skoða síðurnar áður en lagt er af stað og velja jafnvel verslun eftir hvaða tilboð heilla mest.

Svo er auðvitað að muna eftir fjölnotapokunum, hönskum og spritti og virða 2 metra regluna. Við ítrekum einnig ráð númer 2 en það ku hafa stytt innkaupatíma hjá mörgum um allt að helming!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 6 dögum

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku
Fókus
Fyrir 1 viku

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur