fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fókus

Katrín Edda um ástandið í Þýskalandi: „Það eru margar samsæriskenningar í gangi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 08:44

Katrín Edda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Edda er 30 ára véla- og orkuverkfræðingur sem býr í Þýskalandi. Hún vinnur hjá fyrirtækinu Bosch í hugbúnaðarþróunardeild fyrir sjálfkeyrandi bíla. Katrín Edda er einnig vinsæl á samfélagsmiðlum með nítján þúsund fylgjendur á Instagram.

Við ræddum við Katrín Eddu um ástandið í Þýskalandi. Hún býr í grennd við Stuttgart.

„Fyrir fjórum vikum var öllu lokað nema matvöruverslunum og heilbrigðisstofnunum. Síðasta mánudag var gefið leyfi til þess að opna verslanir sem eru minni en 800 m2. Það eru mjög misjafnar skoðanir á því hver tilgangurinn sé með því að opna einungis þær verslanir en ekki þær stærri,“ segir Katrín Edda.

Hún nefnir að reglurnar séu mismunandi í hverju sambandslandi og það séu ekki komnar neinar upplýsingar um hvenær aðrar verslanir og þjónusta fari af stað aftur.

„Í gær tóku nýjar reglur gildi og öllum ber skylda að hylja nef og munnsvæði í verslunum og ef ferðast er með almenningssamgöngum. Grímur eru að sjálfsögðu uppseldar alls staðar, hvort sem leitað er á Internetinu eða í verslunum. En ég er svo heppin að vinkona kærasta míns saumaði grímur á vini og vandamenn og fengum við að vera þeirrar ánægju njótandi að fá eina heimasaumaða,“ segir Katrín Edda.

Katrín Edda og kærasti hennar með grímurnar.

Flestir halda sig heima

Katrín Edda segir að þrátt fyrir ástandið sé mórallinn ágætur í Þýskalandi.

„Ef einhver þjóð kann að fylgja reglum þá eru það Þjóðverjarnir, svo þeir halda sig flestir heima þó auðvitað sé hægt að sjá svarta sauði á vappi hér og þar í almenningsgörðunum,“ segir hún.

„Það eru margar samsæriskenningar í gangi líka sem viðkoma stjórnvöldum og hvernig þau hafa tæklað ástandið. En persónulega held ég að Merkel og félagar haldi vel um sitt land og treysti því að þau taki réttar ákvarðanir.“

Katrín Edda hefur verið dugleg að æfa heima.

Glampandi sól

Katrín Edda sjálf er mjög róleg yfir þessu öllu saman. Heima við fer mestur tíminn í að  vinna, æfa og njóta veðursins.

„Við erum búin að vera mjög heppin með veður. Hitastigið hefur verið á bilinu 20-25°C með glampandi sólskini upp á hvern dag sem gerir ástandið talsvert bærilegra,“ segir hún.

Eins og fyrr segir vinnur Katrín Edda hjá fyrirtækinu Bosch í hugbúnaðarþróunardeild fyrir sjálfkeyrandi bíla.

„Ég er svo lánsöm að það var engin skerðing frá atvinnurekanda mínum á minni stöðu svo ég er enn í fullri vinnu og vinn þar af leiðandi alla daga, fram eftir degi, hér heima. Síðasta föstudag var okkur sagt að við skyldum halda áfram út maí að vinna að heiman,“ segir hún.

Katrín Edda er með mjög góða aðstöðu heima fyrir æfingar.

„Eftir vinnu tek ég svo yfirleitt æfingu úti í garði hjá mér. Við kærastinn minn erum með töluvert góða æfingaaðstöðu með handlóðum, ketilbjöllum, stöng, skífum, bekk, boxi, dýnum, sippubandi, upphífingastöng, hringjum svo ekki sé minnst á góða veðrið,“ segir hún.

„En ég sakna þess þó mikið að geta æft Crossfit með hinum sem æfa með mér, vera í hóp og fá hvatningu frá öðrum. En það kemur að því og maður verður bara að vera þolinmóður og tillitssamur þangað til. Ég hef líka verið mikið að hlusta á hljóðbækur á Storytel en ég er á áttundu Camilla Läckberg bókinni á tæpum þremur vikum sem ég myndi telja nokkuð gott miðað við að hver bók er um 10-14 klukkustundir. Kettirnir mínir tveir eru líka hæstánægðir að við séum svona mikið heima og fá þau extra mikla athygli, knús og kjass. Jú, svo er ég búin að vera mjög dugleg að baka og alveg jafn dugleg að borða en það er eiginlega ekki annað hægt ef maður er með Evu Laufeyju og Lindu Ben á Instagram.“

Katrín Edda er mjög dugleg að deila æfingum á Instagram.

Allt er hey í harðindum

Katrín Edda hefur búið erlendis í sjö ár. Fjölskylda hennar býr á Íslandi sem hún segir oft á tíðum vera erfitt.

„En alls ekkert erfiðara núna heldur en annars. Þvert á móti finnst mér dálítið eins og vinir mínir og fjölskylda séu að upplifa mitt líf núna, þar sem enginn getur mætt í partí eða hitt fjölskylduna heldur verða að hafa samband gegnum samfélagsmiðla en það hefur verið líf mitt síðustu sjö ár. Við vinirnir tókum til dæmis spilakvöld í gegnum app í símanum um daginn sem við hefðum líklega ekki gert nema vegna þessa ástands. Svo það má segja að þetta þurfi nú ekki að allt að vera svo slæmt, allt er hey í harðindum,“ segir Katrín Edda.

Þú getur fylgst með Katrínu Eddu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala

73 ára keppandi í America‘s Got Talent sannar að aldur er bara tala
Fókus
Fyrir 1 viku

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder

Dómsmálaráðherra hendir sér ekki á Tinder
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Alltaf sætur og alltaf fágaður“

Vikan á Instagram: „Alltaf sætur og alltaf fágaður“
Fókus
Fyrir 1 viku

Fjölskylduhornið: Ósammála um uppeldið

Fjölskylduhornið: Ósammála um uppeldið