fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Fókus

Ákvað að fara frá eiginmanninum þegar hún komst að viðurnefni hans fyrir hana

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. desember 2020 09:55

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get sagt ykkur nákvæmlega hvenær ég vissi að ég væri að fara frá eiginmanni mínum.“

Svona hefst pistill frá móður á Kidspot. Hún lýsir þar erfiðu hjónabandi, en það var eitt atvik, eða réttara sagt smáskilaboð, sem leiddu til þess að hún ákvað að fara frá eiginmanni sínum.

„Það var ekki þegar hann skvetti rauðvínsglasi yfir mig á meðan ég hélt á syni okkar. Eða þegar hann kallaði mig „aumkunarverða og lata“ þegar ég grátbað hann um að leyfa mér að sofa út, bara einu sinni,“ segir konan.

Hún rifjar upp þessa örlagaríku stund þegar hún gerði sér ljóst að hjónabandið var búið.

„Klukkan var níu á föstudagsmorgni. Hann stóð vafinn í handklæði inni á baðherbergi. Hann hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum kvöldið áður, og gist í gestaherberginu eftir að hann kom heim. Ég vaknaði klukkan fimm um morguninn með tveggja ára syni okkar, eins og venjulega. Hann fór í sturtu áður en hann kom niður að heilsa okkur og á þessum tímapunkti höfðum við ekki séð hann í heilan sólarhing.“

Konan segir að allar mæður viti hversu mikil vinnu og skipulag þyrfti til ef þær ætluðu sér að hverfa af heimilinu í 24 tíma. „En þessi gaur gerði það, engar samræður, engin ábyrgð. Þetta var stórt vandamál í hjónabandinu okkar síðan sonur okkar fæddist,“ segir hún og bætir við að maðurinn hafi ekki einu sinni viljað ræða um plön sín við hana. Honum leið eins og að láta hana vita að hann ætlaði að gera eitthvað væri að biðja hana um leyfi.

„Fáviti, þetta kallast virðing,“ segir hún.

Það skipti engu máli hversu oft þau rifust um þetta, ekkert breyttist.

Mynd/Getty

Smáskilaboðin

Konan heldur áfram að lýsa örlagaríka morgninum. „Ég heyrði stanslausar meldingar koma frá símanum hans á meðan hann var í sturtu. Ég vildi vita hvað væri í gangi. Mig grunaði að hann væri að halda framhjá mér. Hann var að svíkja mig, en ekki á þann hátt sem mig grunaði,“ segir hún.

„Ég opnaði hópspjall og sá samtal á milli hans og vina hans um að fara út að drekka þetta sama kvöld. En ég var hneyksluð yfir svari eiginmanns míns: „Held ég komist ekki út í kvöld. SSÞAH mun segja nei.“

Konan spurði eiginmann sinn hvað SSÞAH þýddi. „„Sú sem þarf að hlýða,“ sagði hann mér rólegur. Engin eftirsjá, engin afsökunarbeiðni. Mér leið eins og hann hefði slegið mig utanundir.“

Konan segir að hún hafi sætt sig við ansi margt. Eins og að vita aldrei hvort hann kæmi heim í kvöldmat, hvort hann gæti hugsað um son þeirra svo hún kæmist í klippingu sem og ofbeldisfulla hegðun hans.

„Ég hefði haldið að ég ætti allavega skilið smá virðingu og tryggð þegar hann talaði um mig opinberlega. Greinilega ekki, og hann var meira að segja með nafn fyrir mig – SSÞAH.“

Konan segir að hún hafi skammast sín og verið niðurlægð. Eins og þruma úr heiðskíru lofti áttaði hún sig á því að hann ætti þau ekki skilið.

„Viku seinna var ég flutt út með son okkar. Hann hefur aldrei fyrirgefið mér fyrir að „taka son minn“ frá honum. Sonurinn sem hann bjó með en sá varla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan
Fókus
Í gær

Skildi eftir 1,4 milljónir í þjórfé – Agndofa þegar þau komust að ástæðunni

Skildi eftir 1,4 milljónir í þjórfé – Agndofa þegar þau komust að ástæðunni
Fókus
Í gær

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell

Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unni sárnaði skilaboð sem hún fékk – „Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“

Unni sárnaði skilaboð sem hún fékk – „Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flytur heiminum vafasama útgáfu af Íslandssögunni – Var Ísland nærri því að verða alfarið án kvenna?

Flytur heiminum vafasama útgáfu af Íslandssögunni – Var Ísland nærri því að verða alfarið án kvenna?