Laugardagur 06.mars 2021
Fókus

Var með titrara á brúðkaupsdaginn sem eiginmaðurinn stjórnaði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. desember 2020 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúður segist hafa verið með titrara, sem eiginmaður hennar stjórnaði, á brúðkaupsdaginn og hún hafi nánast fengið fullnægingu á dansgólfinu. Body and Soul greinir frá.

Athöfnin fór fram í Bandaríkjunum en brúðhjónin héldu veisluna sjálfa í Ástralíu í faðmi fjölskyldu og vina.

Þau ákváðu að krydda aðeins upp á tilveruna í seinni brúðkaupsveislunni og stakk eiginmaðurinn upp á því að hún myndi vera með titrara innanklæða, sem aðeins þau tvö myndu hafa vitneskju um.

Brúðurin samþykkti, þó hún teldi eiginmann sinn vera að grínast. En nokkrum dögum fyrir veisluna keypti eiginmaðurinn titrara sem hann gat stjórnað úr snjallsíma sínum.

Þau prófuðu titrarann fyrst heima til að vera viss um að hann væri hljóðlátur.

Í veislunni þóttist maðurinn vera að „skoða skilaboð eða taka myndir“ en hann var í rauninni að stjórna titraranum.

„Þetta var besta ákvörðunin sem ég tók varðandi brúðkaupsdaginn okkar, fyrir utan auðvitað að giftast eiginmanni mínum,“ segir hún.

Eiginmaðurinn gat stjórnað titraranum með símanum.

Brúðurin hélt að eiginmaður hennar væri búinn að gleyma kynlífstækinu, þar til kom að ræðuhöldunum.

Hún stóð upp, ætlaði að halda stutta ræðu, en einmitt þá greip eiginmaðurinn tækifærið.

„Fyrst var þetta dauft, nóg svo ég gæti fundið fyrir því og ruglaðist á nokkrum orðum, en ekki svo mikið að ég gæti ekki haldið áfram,“ segir hún.

En þegar nálgaðist lok ræðunnar jók nýbakaður eiginmaður hennar kraftinn. „Þá átti ég mjög erfitt með mig og gat ekki staðið kyrr, ég leit út fyrir að þurfa á klósettið.“

Svona var þetta alla veisluna, eiginmaðurinn kveikti á titraranum af og til og í eitt skipti segist brúðurin nánast hafa fengið fullnægingu á miðju dansgólfinu, umkringd fjölskyldu og vinum. Hún segir að þetta hafi verið „besti forleikur lífs míns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Pistillinn sem allir karlmenn þurfa að lesa – Árni Björn opnar fyrir mikilvæga umræðu

Pistillinn sem allir karlmenn þurfa að lesa – Árni Björn opnar fyrir mikilvæga umræðu
Fókus
Í gær

Gréta Karen um æskuna: „Enginn spurði mann út í neitt – og ég veit að fólk vissi af þessu“

Gréta Karen um æskuna: „Enginn spurði mann út í neitt – og ég veit að fólk vissi af þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu