fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Fókus

Einkaþjálfari Rebel Wilson leysir frá skjóðunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 11:20

Rebel Wilson. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska leikkonan Rebel Wilson lýsti yfir því í byrjun árs 2020 að það yrði „ár heilsunnar.“ Hún lýsti því yfir á Instagram og sagðist jafnframt ætla að forðast sykur og skyndibitamat á árinu.

Rebel hefur verið dugleg að deila ferlinu með fylgjendum sínum á Instagram og hefur náð ótrúlegum árangri. Þjálfari hennar, Jono Castano Acero, ljóstar upp í viðtali við US Today hvernig Rebel hefur tekist að ná markmiðum sínum.

Deildu á samfélagsmiðlum

Jono segir að samfélagsmiðlar geta verið hvetjandi, meira að segja áður en þú byrjar í átaki. Hann mælir með að fólk deili markmiðum sínum opinberlega, sem hann segir muni hjálpa því að axla ábyrgð.

„Rebel Wilson hefur verið að deila á samfélagsmiðlum allt árið, bæði því sem gengur vel og því sem gengur illa,“ segir hann við US Today.

Hann stingur einnig upp á því að fólk taki þátt í samfélögum á netinu þar sem fólk styður hvert annað.

„Farðu í hóp þar sem meðlimir deila upplýsingum um máltíðir sínar, æfingum og deila ráðum. Ég tel það muni hjálpa helling ef þig langar að koma þér í form,“ segir Jono.

Hugsaðu hreyfingu upp á nýtt

Jono er mikill aðdáandi „#45 Daily“ sem gengur út á að hreyfa þig í 45 mínútur á hverjum degi. Hann segir að það þurfa ekki að vera hefðbundnar æfingar, heldur hvetur hann fólk til að hugsa hreyfingu upp á nýtt.

„Ekki bara keyra þangað sem þú þarft að fara, hugsaðu um aðrar leiðir til að koma þér á milli staða. Eins og að ganga,“ segir hann.

Hann deildi einnig vikuplani Rebel.

Dagur 1: HIIT æfing (high-intensity interval training)

Dagur 2: Styrktaræfing

Dagur 3: Liðkun/endurheimt

Dagur 4: HIIT æfing

Dagur 5: HIIT æfing/styrktaræfing

Dagur 6: Endurheimt

Dagur 7: HIIT æfing

Rebel og Jono.

Notaðu tæknina

Jono mælir með að fólk noti tæknina og nýti sér forrit eins og My Fitness Pal.

„Þú getur sett þér markmið og skráð það í My Fitness Pal. Forritið reiknar síðan kaloríur fyrir þig. Þú setur matinn þinn inn í forritið og það hjálpar þér að skilja næringargildi matsins. Þetta hjálpar þér einnig að fylgjast með vatnsinntöku, því mörg okkar drekkum ekki nóg vatn,“ segir hann.

Fjárfestu í heimarækt

Samkvæmt Jono er nú tíminn til að fjárfesta í heimarækt vegna kórónuveirufaraldursins.

Hann segir að það geri það auðveldara að æfa, líka þegar ræktin opnar eins og venjulega.

„Keyptu þér til dæmis handlóð eða ketilbjöllu. Þú getur gert svo margar hreyfingar og æfingar með því. Þú ert ekki bara að fjárfesta í heimarækt, þú ert einnig að fjárfesta í þér sjálfri,“ segir Jono.

Skammtastærðir

Að lokum stingur Jono upp á því að í stað þess að borða þrjár máltíðir á dag þá borðar fólk sex minni máltíðir yfir daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan
Fókus
Í gær

Skildi eftir 1,4 milljónir í þjórfé – Agndofa þegar þau komust að ástæðunni

Skildi eftir 1,4 milljónir í þjórfé – Agndofa þegar þau komust að ástæðunni
Fókus
Í gær

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell

Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unni sárnaði skilaboð sem hún fékk – „Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“

Unni sárnaði skilaboð sem hún fékk – „Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flytur heiminum vafasama útgáfu af Íslandssögunni – Var Ísland nærri því að verða alfarið án kvenna?

Flytur heiminum vafasama útgáfu af Íslandssögunni – Var Ísland nærri því að verða alfarið án kvenna?