fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Þetta gerði Alexandra þegar hún fékk óumbeðna typpamynd – „Hann kúkaði í sig“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 19. október 2020 15:30

Mynd: Pixabay - Mynd tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Kuri hefur fengið mikið hrós eftir svar hennar við óumbeðni typpamynd sem hún fékk senda.

Alexandra, sem er frá Norður-Yorkshire á Englandi, deildi sögunni á Twitter-síðu sinni og fékk tístið mikla athygli. Yfir 700 þúsund manns hafa sett hjarta við færsluna auk þess sem fjölmiðillinn DailyMail fjallaði um málið.

Þegar Alexandra fékk typpamyndina senda í gegnum SMS-skilaboð þá ákvað hún að þykjast vera með sjálfvirkan svarara. „Við höfum tekið eftir því að óumbeðin klámfengin og mögulega ólögleg mynd hafi verið send [kóði:36489-a] og IP-talan á tækinu þínu hefur verið send til lögreglunnar til frekari rannsóknar. Ef þú heldur að um mistök sé að ræða, skrifaðu STOPP,“ sendi Alexandra á manninn sem sendi henni typpamyndina.

„Ég er í sjöunda himni með þetta, hann kúkaði í sig“ skrifaði Alexandra með tístinu. Á Twitter hafa margir hrósað Alexöndru fyrir svarið hennar og segjast einhverjar konur ætla að gera hið sama næst þegar þær fá senda óumbeðna typpamynd. „Þetta er það snjallasta sem ég hef séð í marga mánuði, vel gert að bregðast svona við þessu ógeði,“ sagði ein kona. „Ég vildi að mér hefði dottið þetta í hug,“ sagði önnur.

Hér má sjá tístið sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag