fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Fókus

Mætti í vinnuna til unnustans í brúðarkjól – Krafðist þess að hann myndi giftast sér

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. október 2020 21:50

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinir verslunarinnar Target í Las Vegas voru furðu lostnir þegar þeir urðu vitni að skringilegu atviki.

Kona í brúðarkjól kom inn með látum og krafðist þess að unnusti sinn, sem er starfsmaður Target, myndi giftast henni „hér og nú“ annars væri samband þeirra búið.

Atvikið náðist á myndband sem má sjá neðar í greininni. TikTok notandinn @boymom_ashley deildi myndbandinu.

Brúðurin að útskýra fyrir viðskiptavinum verslunarinnar hvað sé í gangi.

Brúðurin mætti í verslunina ásamt presti og brúðarmey.

„Þú baðst mín fyrir tveimur árum og það er kominn tími til að gera þetta eða bara hætta þessu öllu saman,“ sagði konan við unnusta sinn, sem leið bersýnilega mjög óþægilega.

Þegar brúðurin tók eftir því að hún væri komin með áhorfendur heilsaði hún þeim og sagðist „bara loksins vera að láta hann skuldbinda sig.“

„Við ætlum að gifta okkur núna eða þetta er búið,“ sagði hún. Unnustinn spurði hvort þau geti talað um þetta, hún játaði og sagði að þau gætu gert það úti. Hann spurði á leiðinni út úr versluninni: „Hefði ekki einhver getað látið mig vita?“

@boymom_ashleyThe best part of my week🤣 part 2 watched this woman hunt her man down that works at target !! ##target##bridzilla##lasvegas##fyp##fypシ♬ original sound – Ashley

Myndbandið hefur vakið mikla athygli á TikTok og Reddit. Einnig hafa nokkrir fjölmiðlar vestanhafs fjallað um málið.

Við nánari athugun kemur í ljós að um sé að ræða sviðsett atriði. Það kemur ekki fram í umfjöllun News.au eða The Sun, en glöggir netverjar hafa áttað sig á að atriðið hafi verið sviðsett af konu sem kallar sig „The Anna Show“ á Facebook. Hún hefur sjálf ekki deilt myndbandi af hrekknum en aðdáendur hennar bíða spenntir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“
Fókus
Í gær

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“