fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Fókus

Geir Ólafs tekst á við dauðann í nýjasta útspili sínu – Sjáðu myndbandið

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. október 2020 20:15

mynd/skjáskot youtube.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Ólafs er ekki þekktur fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur en nýjasta útspil hans er líklegt til þess að vekja þó nokkra athygli. Í myndbandinu hleypir hann af stokkunum nýjasta lagi sínu, Tíminn.

Í laginu fer Geir út í rokkaðri sálma en áður, og hefur þessu verki verið lýst sem þjóðlegri rokkóperu. Í laginu tekst Geir á við djúpar tilfinningar sem speglast enn frekar í myndbandinu sem fylgir með. Ljóst er að gamalkunna þjóðargersemin Geir Ólafs er að sýna á sér nýjar hliðar.

Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, tók Friðrik Grétarsson upp. Ljóst er að metnaður Friðriks er engu síðri en þeirra Geirs og Péturs, því það er tekið upp um víðan völl í erfiðu landslagi íslenskrar náttúru.

Lagið er samið af tónsmiðnum Pétri A. Kristinssyni. Í viðtali við DV segir Pétur að lagið hafi orðið til á gangi í úthverfi Parísar árið 2009. Hugsaði hann það sem píanókonsert í fyrstu en samdi síðar texta við lagið sem svo þróaðist í það sem nú er kynnt til sögunnar. Tíminn er eitt fjögurra laga sem Pétur er með í smíðum í augnablikinu.

DV tók stöðuna á Geir sjálfum sem augljóst er að er uppfullur orku og var í óða önn að undirbúa jólatónleika sína Las Vegas Christmas Showsem fram fara í Gamla Bíó. Síðustu ár hefur Geir varið mikilli orku í þann viðburð og segir hann að um sé að ræða einu jólatónleikana hér á landi sem er með fjögurra rétta gala kvöldverði. Sýninguna setur hann upp með hljóðfæraleikurum víðs vegar að úr heiminum auk nokkurra þekktra innlendra tónlistarmanna. Nefnir hann þar Vilhjálm Guðjónsson, Þóri Baldursson, Heimi Inga Guðmundsson og Birgi Níels. „Þetta er fimmta árið í röð sem við höldum þessa tónleika og er það mikill heiður að hafa getað gefið mörgum frábærum söngvurum tækifæri að vera með!“ sagði Geir, brattur að vanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar upp hryllilegu dagana eftir hvarf systur sinnar – Málið sem heimurinn stóð á öndinni yfir

Rifjar upp hryllilegu dagana eftir hvarf systur sinnar – Málið sem heimurinn stóð á öndinni yfir
Fókus
Í gær

Lét banna áhrifavald í ræktinni eftir að hún tók upp þetta myndband

Lét banna áhrifavald í ræktinni eftir að hún tók upp þetta myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi eftir bréf til kennarans í nestisboxi dóttur sinnar – Ástæðan er þessi

Skildi eftir bréf til kennarans í nestisboxi dóttur sinnar – Ástæðan er þessi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði Sunnevu Einars – Rúðupissið búið en kann ekki að opna bílhúddið

Vandræði Sunnevu Einars – Rúðupissið búið en kann ekki að opna bílhúddið