fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Ágústa Ýr gerir þætti um þegar hún horfði fyrst á klám 7 ára – „Ég held að áhorfendur mínir vilja aðallega sjá mig nakta“

Fókus
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðalmarkmið mitt er að fara með fólk inn í annan heim/aðra vídd, þó það sé bara í 15 sekúndur,“ segir listakonan Ágústa Ýr í viðtali við Dazed Digital.

Ágústa Ýr býr í London og heldur úti Instagram-síðunni @IceIceBabySpice. Hún deilir list sinni og „memes“ á miðlinum með tæplega tíu þúsund fylgjendum sínum.

Aðspurð hvaða áhrif hún telur sig hafa á áhorfendur sína segir hún: „Ég held að áhorfendur mínir vilja aðallega sjá mig nakta.“

Hún talar um listina og margt annað í viðtali við Dazed Digital.

https://www.instagram.com/p/B0gbchoFLbe/

Ágústa Ýr flutti frá Íslandi til Miami þegar hún var aðeins tveggja ára.

„Foreldrar mínir vildu að við systkinin myndum tala íslensku þannig það var regla heima að tala aðeins íslensku við þau heima. Þannig þetta var lítið íslenskt heimili í miðju Miami/Dade. Þegar ég var yngri vildi ég verða poppstjarna, dansari og fyrirsæta – ég er tvennt af þessu á einn eða annan hátt,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/BvwgCQGjAlO/

Ágústa Ýr lýsir sér sem listakonu, leikstjóra, þrívíddar kunnáttukonu (e. 3D connoisseur) og meme drottningu.

„Ég bara elska að drekka djús heimsku tíkarinnar (e. dumb bitch juice). Ég hef alltaf verið hugmyndarík og lagði alltaf aukalega á mig í skóla,“ segir hún.

Ágústa Ýr segir fegurð og líkamann vera það sem drífur hana áfram í persónulegum verkefnum hennar.

https://www.instagram.com/p/B24xX16F9-z/

Aðspurð hvað sé hennar uppáhalds verkefni nefnir Ágústa Ýr Agu‘s Icy Spicy Cavity.

„Þetta á að vera þáttaröð á netinu, en það er aðeins búið að gera fyrsta þátt. Þetta er um fyrsta skiptið sem ég horfði á klám þegar ég var sjö ára, snertir margt um að alast upp og af hverju ég hélt áfram að horfa á það,“ segir hún og bætir við að myndbandið var unnið í gömlu forriti sem var stanslaust að slökkva á sér við gerð þess.

https://www.instagram.com/p/B7EPZTLF-t7/

Ágústa Ýr nefnir önnur skemmtileg verkefni, þar á meðal þegar hún vann með fræga hönnuðinum Jeremy Scott fyrir Moschino.

https://www.instagram.com/p/B3VH8n6lW3P/

Þú getur lesið viðtalið við Ágústu Ýr á vef Dazed Digital.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Í gær

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro