fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig

Fókus
Sunnudaginn 19. janúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsárið nýja er komið í gang og gaf kvikmyndin Gullregn frá Ragnari Bragasyni tóninn fyrir þann hafsjó af íslensku efni sem bíður landsfmanna. Fjölbreytni virðist vera í fyrirrúmi þetta árið og er útlit fyrir að eitthvað sé í boði fyrir hvern og einn.

Þetta er brot af því helsta sem landsmenn mega vænta á skjánum, stóra sem smáa.

 

Alma

Kvikmyndin Alma er úr smiðju Kristínar Jóhannesdóttur, sem skrifar handritið og leikstýrir. Myndin er örlagagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn. Þau Snæfríður Ingvarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Kristbjörg Kjeld og Hilmir Snær Guðnason eru á meðal þeirra sem skjáinn prýða. Alma er væntanleg í febrúar.

 

Síðasta veiðiferðin

Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja, en hér er sagt frá vinahópi sem fer í sinn árlega veiðitúr. Brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg, eins og sæmir í góðri framvindu. Síðasta veiðiferðin skartar kunnuglegum andlitum og ættu þau að vekja kátínu hjá þeim sem tengja sig við umrædda hrakfallabálka sögunnar. Þess má geta að Bubbi Morthens leikur sjálfan sig í myndinni.

 

Jarðarförin mín

Jarðarförin mín er gráglettin gamanþáttaröð þar sem Þórhallur Sigurðsson, sjálfur Laddi, leikur mann sem greinist með ólæknandi heilaæxli sama dag og hann kemst á eftirlaun. Andspænis dauðanum áttar hann sig á því að hann hefur lifað fánýtu lífi og sóað dýrmætum tíma, áratugum, í tilgangsleysi.

 

Skuggahverfið

Skuggahverfið er samstarfsverkefni þeirra Jóns Gústafssonar og Karolinu Leqicka. Í þessum dramatrylli segir frá ungri konu sem erfir hús ömmu sinnar sem hún hitti aldrei, í borg sem hún hefur aldrei séð. Í trássi við vilja móður sinnar leggur hún í ferðalag til að ná skilningi á sársauka fortíðarinnar, en með þeirri ákvörðun veldur hún uppnámi og róti sem hún kemst ekki lifandi frá nema með aðstoð látinna forfeðra og -mæðra.

 

Dýrið

María og Ingvar búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamingju um stund. Hamingju sem síðar verður að harmleik. Myndinni er leikstýrt af Valdimari Jóhannssyni og skrifar hann handritið ásamt hinum góðkunna Sjón.

 

Þar sem vondir verða að vera

Ný kvikmynd úr smiðju uppistandarans Sigurðar Antons Friðþjófssonar, sem gerði kvikmyndirnar Webcam og Snjór og Salóme. Ekki er vitað mikið um söguþráð myndarinnar að svo stöddu en að henni kemur megnið af teyminu sem vann að ofannefndum myndum. Með hlutverk fara þau Sonja Rut Valdin, Pétur Óskar Sigurðsson, Anna Hafþórsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson.

 

Ráðherrann

Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í Ráðherranum, nýrri þáttaröð sem framleidd er af Sagafilm. Þegar forsætisráðherra greinist með geðhvarfasýki þarf aðstoðarmaður hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni. Framleiðslukostnaður þáttanna er um 675 milljónir króna. Handritaskrif eru í höndum Birkis Blæs Ingólfssonar, Bjargar Magnúsdóttur og Jónasar Margeirs Ingólfssonar.

 

Magaluf

Magaluf er gamanþáttaröð í leikstjórn Magnúsar Leifssonar og gerist árið 1979. Í aðalhlutverki verður Steindi Jr. sem leikur plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood sem gerist fararstjóri í Spánarferð til að endurheimta æskuástina. Ragnar Bragason skrifaði handritið ásamt Magnúsi og Snjólaugu Lúðvíksdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta