fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Þóranna krafðist þess að Síminn fjarlægði teiknimynd: „Mér gersamlega blöskraði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. september 2020 13:59

Þóranna Hrönn Þórsdóttir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóranna Hrönn Þórsdóttir krefst þess að Síminn fjarlægi teiknimyndina K3 af Sjónvarpi Símans Premium.

Í pistli á Vísi segir Þóranna að hún hafi fyrst tekið því fagnandi að þarna væri komin teiknimynd með þremur stelpum í aðalhlutverkum. Fimm ára sonur hennar byrjaði að horfa á þættina og eftir að hafa séð atriði sem henni þótti furðulegt byrjaði hún að fylgjast með þættinum af meiri alvöru.

„Þáttur 13 byrjaði strax í kjölfarið og mér gersamlega blöskraði. Í upphafi þáttarins má sjá tvær aðalpersónanna borða súkkulaðibitakökur og segja við þriðju aðalpersónuna sem situr fýld með fullan disk af agúrkum: „Heyrðu Kim, ert‘ekkert orðin þreytt á því að borða hrátt grænmeti í öll mál?“ Og Kim svarar „Oooohh, jú en ég þyngist um 5 kíló ef ég borða köku“. Strax á eftir er skipt yfir á hávaxna, sterkbyggða lífvörðinn þeirra sem heldur á ís í brauðformi og segir „Ég fitna aldrei!“. Þátturinn líður svo áfram með athugasemdum á borð við þessar: Leyniþjónustumaður við lífvörðinn: „Hefurðu þyngst? Farðu varlega, það sést!“ og „Komdu sæll X, sjá þig þú hefur grennst!““

K3 barnaefnið.

Þóranna skrifaði í kjölfarið ábendingu til Símans. „Þar sem ég spurði hvort ekkert eftirlit væri með nýju barnaefni, ekki við innkaup, þýðingu, talsetningu hjá Myndform eða dagskrársetningu og bað þau að taka þættina úr sýningu. Samtímis lét ég Samtök um líkamsvirðingu vita sem tóku vel í þessa ábendingu frá mér. Svarið sem ég fékk svo frá Símanum var stutt og mér lofað að þetta yrði skoðað með dagskrárdeildinni,“ segir hún.

Síðan þá hafa liðið þrjár vikur og segir Þóranna þáttaröðina enn vera á Sjónvarpi Símans Premium. Hún lætur þó ekki kyrrt við liggja og krefst þess nú opinberlega að Síminn taki seríuna K3 alfarið úr sýningu.

„Til vara krefst ég þess að starfsfólk Símans endurskoði alla 52 þættina af K3 og taki út alla þá sem innihalda niðrandi tal, fitufordóma, líkamsfyrirlitningu og annað sem getur skaðað unga áhorfendur,“ segir hún.

Þóranna ákvað að horfa á fleiri þætti. „Og ástandið er ekki mikið skárra þar. Ég hef það bara ekki í mér að horfa á fleiri þætti,“ segir hún og tekur tvö dæmi. Meðal annars atriði í fyrsta þætti þar sem K3 er boðið á þjóðlagahátíð í Transylvaníu og ein svarar: „Í Transylvaníu? Klæða strákar sig eins og stelpur þar?““

Hún birtir ábendingu sína til Símans í pistlinum og svarið frá Símanum. Pistillinn má lesa í heild sinni hér.

Uppfært:

Þóranna greindi frá því á Facebook fyrir stuttu að starfsfólk Símans hefur tekið þættina úr sýningu.

„Takk öll fyrir að deila og vekja athygli á skrifunum,“ skrifar Þóranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“