fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 23. september 2020 17:47

mynd til vinstri/Saga Sig mynd til hægri/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viðtökur á Ráðherranum hafa farið fram úr mínum björtustu vonum,“ segir Björg Magnúsdóttir, einn handritshöfunda Ráðherrans, sem var frumsýndur á sunnudaginn síðastliðinn á sjónvarpsstöðinni RUV.

Þáttaröðin fjallar um Benedikt Ríkharðsson sem er formaður Sjálfstæðisflokksins og raunir hans. Björg Magnúsdóttir hefur löngum verið áhugamaður um pólitík. Hún er til að mynda fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands þar sem hún lét fast að sér kveða. Hún er jafnframt einlæg áhugamanneskja um stjórnmálatengt sjónvarpsefni og hefur hún minnst á þættina West Wing, Yes, Minister og Borgen í fyrri viðtölum. Þessi áhugi var óneitanlega áhrifavaldur að skrifum Bjargar og samhöfunda hennar á handriti Ráðherrans.

Viðtökurnar komu Björgu á óvart. Í samtali við DV segir hún: „Viðtökur á Ráðherranum hafa farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég var í sannleika sagt ekki viðbúinn því að Íslendingar tækju svona vel á móti Benedikt, Steinunni og co., enda skiluðum við af okkur handritum fyrir einu og hálfu ári.“ Hún fagnar enn fremur frábærum áhorfstölum og lifandi umræðum um atriði fyrsta þáttarins. „Fólk sem hefur skoðanir er svo skemmtilegt. Þjóðin var klárlega til í alvöru stjórnmáladrama, sem er ótrúlega gaman. Við erum auðvitað uppfull þakklætis og vonum bara að framhaldið standi undir væntingum.“

VG-laus sunnudagskvöld framundan

Það vakti óneitanlega athygli áhorfenda að ýmsa flokka vantaði í flóruna í þáttunum. Einn þeirra var VG. Aðspurð hvort ætlunin hafi verið að búa til VG-laus sunnudagskvöld segir Björg:

„Það er alls ekki dulinn höfundarvilji í þá átt að cancela VG eða Katrínu Jakobsdóttur, okkar góða forsætisráðherra! Ég hef líka heyrt frá fólki sem saknaði Miðflokksins úr kappræðunum. Staðreyndin er sú, að í flókinni sögu, þarf virkilega að velja og hafna og halda skýrum fókus á það sem sagan er um. Ráðherrann byggir vissulega á íslenskum veruleika, enda finnast vísanir og „reffar“ mjög víða í íslenska stjórnmálasögu og samfélag, en er á sama tíma ekki síst saga um flóknar manneskjur og krefjandi aðstæður. Og skáldaleyfi og listrænt frelsi tekið alla leið eins og í öllum góðum sögum. Enda engin ástæða til þess að láta sannleikann standa í vegi fyrir góðu drama.

Þá benti áhorfendur einnig á að Vala, formaður Samfylkingarinnar í þáttunum, sem leikin er af Elvu Ósk leikkonu minnir óneitanlega á hár annars formanns stjórnmálaflokks, sem líka vantaði í þættina. „Það minnir vissulega á Þorgerði Katrínu, sem hefur jú vissulega bæði verið í atkvæðamikil í Sjálfstæðisflokknum og nú Viðreisn. En er þetta ekki bara mikið tekið stjórnmálalúkk hjá konum? Stakur jakki og flott náttúrulegt hár? Finnst ég hafa séð þetta víða. Í þessu samhengi má líka nefna fyrrverandi formann Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem myndaði eftirminnilega ríkisstjórn með Geir Haarde og Sjálfstæðisflokknum. Hún á kannski eitthvað sameiginlegt með Völu, sem er samt bara hugarsmíð með innblæstri úr ýmsum áttum,“ segir Björg.

Talninga-Tómas, Bogi og Óli Harðar léku sig sjálfa

Þá vakti Talninga-Tómas, sem birst hefur á skjám landsmanna með nýjustu tölur úr kjördæmum landsins, líka athygli. Björg segist ánægð með viðtökur almennings á þessu atriði. „Talninga-Tómas átti auðvitað stjörnuleik í sveitarstjórnarkosningum 2014 þegar tölur frá Reykjavík töfðust hressilega og skuldinni var skellt á hann sem formann kjörstjórnar. Geggjað að hann hafi lagt Ráðherranum lið með þessum hætti og kannski fengið smá uppreisn æru eftir atið um persónu hans undir myllumerkinu #talningatómas.“ Þá vöktu Bogi Ágústsson fréttamaður og fastagesturinn Ólafur Harðarson athygli, en báðir léku þeir sjálfa sig í þáttunum.

Ráðherrann er á dagskrá RUV á sunnudagskvöldum næstu vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta