fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Lukka segir stórt vandamál blasa við Íslendingum: „Það má ekki tala um þetta því þá er maður með fitufordóma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 11:29

Lukka Pálsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari og einkaþjálfari og Már Þórarinsson íþróttamaður frá Greenfit voru gestir Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun. Lukka er hvað þekktust fyrir að vera stofnandi veitingastaðarins Happ sem hún seldi fyrir nokkrum mánuðum en Lukka hefur lengi talað fyrir bættri heilsu landsmanna.

Greenfit miðar að því að brúa bilið á milli líkamsræktarstöðva og lækna að sögn tvíeykisins. „Við skoðum til dæmis blóðsykur og hormón eins og insúlín. Insúlín er vanmetið. Við höfum kannski ekki verið að skoða það nógu mikið á Íslandi en það skiptir miklu máli upp á efnaskipti. Og svo skoðum við blóðfitu, vítamínsstöðu eins og B og D vítamín og steinefni. Við reynum að hjálpa fólki að stilla sig af og vera í sínu besta formi og sinni bestu mögulegu heilsu,“ segir Lukka í Morgunútvarpinu.

Ásakanir um fordóma

Lukka segir að Íslendingum blasi við stórt heilsufarlegt vandamál sem er orðið tabú að ræða um.

„Við stofnuðum GreenFit í mars og á þessum örfáu mánuðum höfum við séð fólk snúa við sykursýki 2. Það er svo gaman að sjá það. Við höldum enn að við vitum ekki orsök þessa sjúkdóms eða að hann sé ólæknanlegur. En við verðum að opna augun. Við getum algjörlega stýrt þessu ferli. Ef við nennum að taka smá ábyrgð á lífinu,“ segir Lukka.

Gríðarlega stórt vandamál 

„Það eru 200 þúsund Íslendingar í ofþyngd eða offitu. Það má ekki tala um þetta því þá er maður með fitufordóma, er það ekki? Þetta er orðin rosalega viðkvæm umræða og enginn þorir að nefna bleika fílinn í stofunni lengur því hann vill ekki fá á sig ásakanir um að vera fordómafullur. En við verðum að hafa kjark til að ræða þetta opinberlega. Það eru held ég 85 þúsund Íslendingar með forstig sykursýki og margir vita ekki af því. En ef við vitum af því þá getum við gert eitthvað í því. Mikið auðveldara að snúa þessu við áður en þú ert dottinn ofan í brunninn. 23 þúsund Íslendingar, held ég, eru með greinda sykursýki 2. Þetta er gríðarlega stórt og mjög vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Þetta er einn stærsti undirliggjandi þáttur í því að fara illa út úr COVID og öðrum vírusum þannig ef við tökum ábyrgð á þessu þá getum við bjargað heilbrigðiskerfinu og þjóðinni í leiðinni. Við þurfum að fara að líta í eigin barm,“ segir Lukka.

Már Þorsteinsson. Aðsend mynd.

Már bætir við að útlitið segi ekki allt.

„Það eru einstaklingar sem eru atvinnumenn í þríþraut með 8 eða 12 prósent fitu, sem er á leiðinni að fá áunna sykursýki. Það er að borða of mikið af kolvetnum, hvort sem það er í gelformi eða sælgæti eða einhverju öðru og á endanum gefst líkaminn bara upp. Sumir þola þetta, sumir ekki,“ segir Már.

Þú getur hlustað á viðtalið í heild sinni hér. Það byrjar á mínútu 1:46:09.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta