fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Ragga Gísla er J-LO Íslands

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 21:00

Mynd: Stefán Karlsson. 2013

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er ókrýnd stíldrottning íslenskrar tónlistarsögu. Handhafi Fálkaorðunnar og fyrsta konan til þess að semja og flytja Þjóðhátíðarlagið. Hún Ragga Gísla er engri lík og gefur heitustu Hollywood stjörnum ekkert eftir.

Guðmunda Ragnhildur Gísladóttir betur þekkt sem Ragga Gísla hefur komið víða við enda hæfileikarík með eindæmum. Hún er fyrst og fremst ein af okkar ástsælustu söngkonum og starfaði til dæmis með hljómsveitunum Lummunum, Grýlunum og Stuðmönnum. Árið 2012 var Ragnhildur sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Ragga er einnig fantagóð leikkona og hefur leikið í kvikmyndunum Með allt á hreinu, Í takt við tímann, Karlakórinn Hekla og Ungfrúin góða og húsið.

Söngkonan glæsilega er 64 ára en hefur sjaldan eða aldrei litið betur. Henni mætti helst líkja við stórstjörnuna og söngyðjuna Jennifer Lopez sem sjálf virðist ekkert eldast. Báðar virðast hreinlega toppa sig ár hvert.

Ragga Gísla stígur svo sannarlega í tískuvitið eins og myndaþátturinn hér gefur til kynna en íslenskar konur mættu gjarnan taka sé hugrekki Röggu til fyrirmyndar og þora örlítið eða jafnvel miklu meira þegar kemur að fatavali.

Hér má sjá Röggu Gísla syngja með Grýlunum í kvikmyndinni Með allt á hreinu, en atriðið er líklega eitt af þekktustu augnablikum íslenskrar tónlistarsögu.
Maí 1997, hljómsveitin Stuðmenn spilar í Menntaskólanum við Hamrahlíð, MH. Frá vinstri eru Tómas Tómasson, Ragnhildur Gísladóttir, Egill Ólafsson og Þórður Árnason. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Ragnhildur á stórglæsilega dóttur, Bryndísi Jakobsdóttur, með stuðmanninum og fyrrverandi varaþingmanni Samfylkingarinnar, Jakobi Frímanni.

Hér syngja stöllurnar saman á Kaffi Rósenberg árið 2008 á tónleikunum Trúbatrixur. Mynd: Valgarður Gíslason.
Ragnhildur Gísladóttir og dóttir hennar Bryndís Jakobsdóttir eða Dísa. Mynd: Stefán Karlsson, 2009.

Hér koma nokkrar gamlar og góðar

Meira að segja hárlaus er Ragga ein flottasta týpa Íslandssögunnar.

Ragga Gísla er tískugrýla á besta mögulega hátt.
Við sjáum ekki sólina fyrir Röggu og hún sér ekki sólina fyrir pappírunum.
Eitt aðalsmerki Röggu Gísla er án efa dökka hárið. En hún ber ljósa litinn vel og minnir jafnvel svolítið á Dísu dóttur dóttur sína. Mynd: Jim Smart.
Alpahúfan er tískufyrirbæri sem er sífellt inn, út, inn inn, út.
Ragga Gísla ásamt Björgvini Halldórssyni söngvara og tónlistarmanni. September 1980. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Ja, eða kannski geta kannski allir stigið feilspor í tískunni?

Vissir þú að Ragga Gísla var fyrsta konan til þess að semja og flytja Þjóðhátíðarlagið 2017?

Mynd Eyþór Árnason, 2017.
Ragga hlaut íslensku bjartsýnisverðlaun­in árið 2005, sem þá voru af­hent í 25. sinn.

Ragga er frábær vinkona!

Ragnhildur Gísladóttir og Dóra Takefusa bestu vinkonur árið 2004 í viðtali við DV. Dóra lýsir Röggu sem traustri vinkonu. „Hún elskar af öllu hjarta og er ferlega skemmtileg og fordómalaus.“ Mynd: Stefán Karlsson 2004
Hér eru þær Ragga og Edda á hannyrðasýningu Saumaklúbbs Eddu Björgvinsdóttur. Mynd: Sigurður Jökull Ólafsson.
Ragga er mikill lífskúnstner en árið 2007 tók Vala Matt við hana viðtal fyrir þáttinn Matur og Lífstíll. Mynd: Valgarður Gíslason, 2007.
Ragga er mikill dýravinur og hér er hún á mynd með kettinum sínum Hrafnkeli, sem er 14 ára á myndinni. Mynd: Einar Ólafsson, 2005.
Það er líklega enginn hissa á því að Ragnhildur Gísladóttir var valin best klædda kona Íslands af álitsgjöfum Lífsins árið 2014. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður var fulltrúi karlanna. Mynd: Stefán Karlsson.

„Ragga á einfaldlega skilið að komast á þennan lista á hverju ári því hún verður flottari með hverju árinu. Hún þorir að leika sér með samsetningar og vera djörf í fatavali og virðist komast upp með nánast hvað sem er. Frábær fyrirmynd þegar kemur að tísku,“ skrifar Marín Manda í Lífið.

Björn Jörundur Friðbjörnsson og Ragnhildur Gísladóttir voru mynduð af Fréttablaðinu til þess að kynna uppsetningu söngleiksins We Will Rock You. Uppsetningin hlaut frábæra dóma þegar hún var frumsýnd í ágúst 2019. Mynd: Anton Brink.
Hér er Ragga ásamt Birni á sviði í Háskólabíói við flutning söngleiksins We Will Rock You.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta