fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Ingvar fór í prufu fyrir Star Wars en þótti of dýr

Fókus
Sunnudaginn 15. mars 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson var „næstum því“ ráðinn í hlutverk stórfrægrar persónu úr Stjörnustríðsheiminum. Ingvar var á dögunum gestur, ásamt Láru Jóhönnu Jónsdóttur leikkonu, á  pallborðsumræðu á vegum miðstöðvarinnar Reykjavík Creative Hub. Til umræðu þar var leiktækni, reynslusögur, rauðir fánar og ýmist fleira sem leiklistinni tilheyrir, en Ingvar rifjar meðal annars upp sitt fyrsta boð um hlutverk í erlendri kvikmynd.

Þetta var árið 1997 og stóð þá til að sækjast eftir stórri rullu fyrir kvikmyndina The Phantom Menace, sem beðið var eftir með gífurlegri eftirvæntingu á þessum tíma. Leikarinn flaug til London að lesa línurnar fyrir Sith-lávarðinn Darth Maul, sem var á endanum leikinn af áhættuleikaranum Ray Park. Segir Ingvar að prufan hafi gengið ótrúlega vel en þá kom í ljós að ráðningin hefði ekki svarað kostnaði.

„Ég var næstum því kominn með hlutverkið en George Lucas hafði ekki efni á mér, eins og hann sagði mér. Ástæðan er sú að hann hefði þá þurft að borga fyrir mig tryggingu fyrir áhættuleik, svona „stunt-tryggingu.“ Þess vegna rétt hann í staðinn áhættustjórnanda, eða „stunt coordinator”, sem verður að tryggja sig sjálfan,” segir leikarinn.

Ingvar bætir við að boðið um hlutverkið hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. „Þetta æxlaðist allt af algjörri tilviljun,” segir Ingvar. „Fyrsti aðstoðarleikstjórinn var kunnugur íslenskum myndurum. Hann var giftur íslenskri konu og hafði séð svo mikið af myndum héðan og benti á mig.“

Má þess geta að Ingvar var ekki fyrsti Íslendingurinn sem kom til greina fyrir sömu Star Wars-kvikmynd. Leikkonan Álfrún Örnólfsdóttir var á meðal margra þúsunda stúlkna sem framleiðendur íhuguðu að ráða í hlutverk Padmé Amidala, en eins og mörgum er kunnugt var það Natalie Portman sem landaði það á endanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall