fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Greta Salóme hneig niður á Keflavíkurflugvelli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 11:43

Greta Salóme er við góða heilsu í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Greta Salóme hneig niður á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmlega viku síðan. Hún var í kjölfarið flutt á spítala. Í dag segist Greta vera orðin hún sjálf aftur og segir frá veikindunum í viðtali við Mannlíf.

Greta Salóme byrjaði að vera slöpp upp úr áramótunum. Það var búið að vera mikið að gera hjá henni og hún hélt að hún væri bara með flensu.

„Ég átti að fljúga til Bandaríkjanna að spila á tónleikum hjá Norwegian Cruise Lines, og fer til læknis um morguninn 6. janúar. Þá var ég komin með 40 stiga hita, farin að sjá óskýrt og með einhvern skrýtinn bakverk, sem ég hef aldrei fengið áður. Mér leið bara alveg skelfilega,“ segir Greta Salóme við Mannlíf.

Það kom í ljós að Greta var með nýrnasýkingu og var sett á sýklalyf. Seinna um daginn fór hún á Keflavíkurflugvöll og ætlaði að ná fluginu. Henni tókst að koma sér í gegnum öryggisgæsluna en áttaði sig síðan á því að hún myndi ekki komast gangandi að brottfararhliðinu.

„Þannig ég fer niður í farangursupplýsingarnar og ræði við starfsfólkið þar um að ég þurfi að fá töskuna úr vélinni. Síðan man ég bara ekkert meira,“ segir Greta en á þessum tímapunkti hneig hún niður og missti meðvitund.

Greta var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og svo bráðamóttökuna í Fossvogi vegna ástands síns. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskýru lofti en að sögn Gretu Salóme hafði hún fram að þessu aldrei verið veik.

„Þetta er ótrúlega ólíkt mér og ég hef aldrei misst heilsu og verið svona algjörlega bjargarlaus. Ég missti tilfinningu í höndum, fann ekki fyrir vörunum á mér og sá ekki skýrt. Ég datt bara út, komin með 41 stiga hita og þetta var bara alveg ömurlegt. Mæli ekki með.“

Gretu Salóme líður vel í dag og segist vera nánast við fulla heilsu. Hún er mjög þakklát starfsfólkinu á Keflarvíkurflugvelli fyrir að hlúa að sér og kallar starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bráðamóttökunar ofurhetjur.

„Það var sama hvar ég kom, það voru allir alveg ótrúlegir og fáránlega gott viðmót sem maður fékk alls staðar þrátt fyrir ömurlegar aðstæður sem þau vinna við. Þau eiga svo miklu betra skilið, en ástandið sem þau vinna við í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta