fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Fókus

Íslendingar segja kostulegar sögur af Kára: „Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi“

Fókus
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 15:16

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega eru fáir núlifandi Íslendingar sem eiga jafnmargar þjóðsögur af sér og Kári Stefánsson. Svo virðist sem hann geti varla átt í samskiptum við fólk án þess að úr því komi góð saga. Eiríkur Jónsson tók nokkrar slíkar saman fyrir ríflega ári, en þær má lesa hér fyrir neðan. Í dag hafa jafnframt nokkrir Íslendingar deilt slíkum sögum á Twitter. Hér verður ekkert fullyrt um sannleiksgildi þeirra en skemmtilegar eru þær.

Gunnar P. Hauksson segir:

„Einu sinni rak ég olnboga í Kára Stefánsson þegar ég var að labba inn í WOW flugvél. Hann sagði að ef þetta myndi ske aftur myndi hann rota mig. Nokkrum sek síðar heilsaði flugþjónn okkur. Kári sagði um hæl “Mikið andskoti er þetta hommalegt bindi.” Einu sinni var ég í tíma í Íslenskri erfðagreiningu. Ég fann ómerkt stæði á fínum stað. Í miðjum tíma var kallað í kallkerfinu “Þú sem ert á rauðum Golf. Færðu bílinn úr stæðinu hans Kára NÚNA”. Kári hélt inni flautunni frá því ég kom út og þar til ég var farinn úr stæðinu.“

Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló:

„Ég var einu sinni baksviðs hjá RÚV að bíða eftir að fara í beina sjónvarpsútsendingu gutlandi ofurlágt á gítarinn þegar Kári gengur inn í herbergið, snarstoppar og ávarpar mig: “Mikið svakalega er þetta ljótt og leiðinlegt lag.“

Þórður Jóhannsson, stjórnmálafræðingur:

„Ég var einu sinni í matarboði þar sem Kári mætti mjög seint í. Ég var í miðri sögu og ætlaði að vera mjög kurteis og involvera Kára í hana og spurði hann því tengdri spurningu. Hann sagði orðrétt “Hvaða skoffín er þetta sem ávarpar mig?” Ég hef líklega aldrei orðið jafn lítill.“

Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri grænna:

„Á 2 góð móment m. Kára. Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi. Svo þegar við klifruðum upp á húsþak til að sjá flugeldasýninguna á Menningarnótt betur en í þvögunni og hann öskraði (NB með rammíslenskum hreim!) “GET OFF THE ROOF OR I WILL CALL THE POLICE““

Siffi G, spéfugl:

„Ég var einu sinni að taka létt bicep set í tæki í laugum (mörg rep). Kári Stefáns mætir og þyngir, ég tek þá sömu þyngd og hann svo hann þyngir aftur og ég tek þá þyngd líka. Hann gefur mér þá fistbump, tekur set og fer.“

Halldór Auður Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi:

„Þegar ég kynnti mig fyrir Kára … Kári: Halldór, ég þoli ekki Halldóra. Ég ólst upp við að berja Halldóra. (Bróðir hans heitir Halldór en minn bróðir heitir reyndar Kári. Þarf að nefna þetta við hann næst þegar ég rekst á hann núna þegar ég er búinn að átta mig á því)“

Sigga Ösp:

„Þegar 13 ára ég hitti Kára Stefáns í fyrsta skipti.

Kári: sæl, Kári heiti ég, hvað heitir þú?

Ég: Sigga

Kári: Æjæj aumingja stelpan! Hvað getum við gert í því?“

Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður:

„Kári Stefáns verslar í Jör árið 2014“

Kári: „Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur stúlkur mínar að ég hef verslað mikið við hann Guðmund.“

Afgreiðslustúlkur: „Nei, einmitt“

Kári: „Ástæðan er einföld. Ég er gamall maður, Guðmundur hannar púkaleg föt og það hentar mér vel!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hundabrandari Hugrúnar slær í gegn á heimsvísu og ratar í heimsfréttirnar

Hundabrandari Hugrúnar slær í gegn á heimsvísu og ratar í heimsfréttirnar
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Segir heimasíðu fangelsismálastofnunar fegra of mikið – „Ekki eins og það á að vera“

Segir heimasíðu fangelsismálastofnunar fegra of mikið – „Ekki eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Óþjóðleg textabrot íslenskra skálda

Óþjóðleg textabrot íslenskra skálda
Fókus
Í gær

Ekki gera þessa hluti í flugvél – Aldrei biðja um klaka í drykkinn þinn

Ekki gera þessa hluti í flugvél – Aldrei biðja um klaka í drykkinn þinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rekin eftir að hún birti myndband af gesti staðarins á mjög furðulegu stefnumóti

Rekin eftir að hún birti myndband af gesti staðarins á mjög furðulegu stefnumóti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Koss á árgangsmóti varð að eldheitu ástarsambandi – „Hann viðurkenndi að hann væri giftur“

Koss á árgangsmóti varð að eldheitu ástarsambandi – „Hann viðurkenndi að hann væri giftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum
Að bera litinn