fbpx
Miðvikudagur 28.febrúar 2024
Fókus

Níu ástæður til að vera sófakartafla í haust

Fókus
Sunnudaginn 25. ágúst 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er farið að dimma, kuldinn stingur inn að beini og kvöldin orðin aðeins meira að kósí. Það þýðir að haustið er á næsta leiti, en eitt það besta við haustin eru glænýir sjónvarpsþættir sem líta dagsins ljós í hinum stóra heimi. Fókus fór á stúfana og fann níu spennandi þætti sem gætu hugsanlega gert þig að sófakartöflu.

Unbelievable
Netflix
Frumsýning: 13. september

Miníserían Unbelievable er byggð á verðlaunasögu um unglingsstúlkuna Marie Adler sem er sökuð um að ranglega ásaka mann um nauðgun. Lögregluþjónar í bænum hennar trúa henni ekki en á sama tíma eru tveir lögregluþjónar í öðrum bæ að rannsaka nokkrar nauðganir sem eru svipaðar frásögn Marie. Hér er valinn maður í hverju rúmi og ljóst að þessir átta þættir gætu orðið ansi spennandi. Konan á bak við seríuna er Susannah Grant, sem skrifaði til að mynda handritið að Erin Brockovich, en meðal leikarar eru Toni Collette og Kaitlyn Dever.

Prodigal Son
Fox
Frumsýning: 23. september

Hér eru á ferð þættir sem fjalla um son raðmorðingja, sem kallaður er Skurðlæknirinn, sem gengur til liðs við lögregluna í New York til að rannsaka ýmis morðmál. Leikaraliðið í þessum þáttum er ekkert slor en raðmorðingjann leikur Michael Sheen. Meðal annarra leikara eru Bellamy Young, Lou Diamond Philips og Tom Payne.

https://www.youtube.com/watch?v=26C6JqBdb20

Stumptown
ABC
Frumsýning: 25. september

Margir kannast við leikkonuna Cobie Smulders úr grínþáttunum How I Met Your Mother. Nú snýr hún á skjáinn sem uppgjafahermaður sem reynir fyrir sér sem einkaspæjari í Portland í Oregon. Á milli þess sem hún spæjar þarf hún að hugsa um bróður sinn. Cobie nýtur liðsinnis annars þekkts leikara úr gamanþáttum, Jake Johnson úr New Girl, en hann leikur vin hennar í þáttunum.

https://www.youtube.com/watch?v=HwynrxEPSQk

Evil
CBS
Frumsýning: 26. september

Hjónin og ofurteymið Robert og Michelle King er fólkið á bak við dramaþættina The Good Wife og framleiða einnig framhaldsseríuna The Good Fight. Það er því von að margir bíði spenntir eftir nýjustu afurð þeirra, Evil. Um er að ræða sálfræðitrylli sem fjallar um sálfræðing sem tekur höndum saman við guðfræðinema til að rannsaka svokölluð kraftaverk og andsetna aðila. Ekki er allt sem sýnist og þurfa þessi tvö að hafa sig öll við til að missa ekki vitið.

The Politician
Netflix
Frumsýning: 27. september

Ben Platt, Gwyneth Paltrow, Jessica Lange – allt eru þetta leikarar sem fara með veigamikil hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Politician. Þættirnir koma úr ranni Ryans Murphy, sem er maðurinn á bak við Glee, American Horror Story og Pose, og fjalla um moldríkan táning sem þráir að verða forseti Bandaríkjanna. Hárbeitt ádeila sem oft breytist í hálfgerðan söngleik.

https://www.youtube.com/watch?v=6-kdBlzCG7w

Godfather of Harlem
Epix
Frumsýning: 29. september

Stórleikarinn Forest Whitaker heiðrar sjónvarpsáhorfendur með nærveru sinni og bregður sér í hlutverk alræmda glæpaforingjans Bumpy Johnson, sem sneri til baka á götuna úr fangelsi á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá var ítalska mafían búin að taka völdin og þurfti Bumpy að berjast við hana til að ná hverfinu sínu aftur á sitt band. Bumpy tók höndum saman við Malcolm X til að ná ætlunarverki sínu sem orsakaði mafíustríð sem rústaði næstum því Harlem.

Looking for Alaska
Hulu
Frumsýning: 18. október

Josh Schwartz og Stephanie Savage, fólkið á bak við The O.C. og Gossip Girl, færir okkur sjónvarpsþætti sem byggðir eru á skáldsögu eftir John Green, Looking for Alaska. Sagan fjallar um Miles Halter sem fellur fyrir dularfullri stúlku sem heitir Alaska Young. Í raun var skáldsagan innblásin af tíma rithöfundarins í miðskóla og inniheldur hún afar grafískar kynlífslýsingar. Spurning hvernig það verður leyst í sjónvarpsþáttunum.

The Mandalorian
Disney+
Frumsýning: 12. nóvember

Þetta er hugsanlega áhugaverðasta serían í hópnum. Disney ákvað að opna streymisveitu sína með hvelli: fyrstu leiknu Star Wars-sjónvarpsseríunni sem nokkurn tímann hefur verið gerð. Game of Thrones-leikarinn Pedro Pascal leikur Mandalorian, bardagahetju frá Mandalore. Atburðarásin gerist í sama heimi og Star Wars-myndirnar en ástsælir karakterar eins og Han Solo og Rey verða víðs fjarri. Meðal annarra leikara í þáttunum eru til að mynda Nick Nolte og Bill Burr.

 

Living With Yourself
Netflix
Frumsýning: Óljóst

Leikarinn Paul Rudd hefur makað krókinn sem Ant-Man síðustu ár en í Living With Yourself fer hann aftur í rómantískt gamanstuð og leikur mann sem fer í nýstárlega meðferð til að verða betri manneskja. Þættirnir velta upp heimspekilegri spurningu um hvað það þýðir að vera góð manneskja og hverju fólk vill fórna til að ná því markmiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan
Fókus
Í gær

Skildi eftir 1,4 milljónir í þjórfé – Agndofa þegar þau komust að ástæðunni

Skildi eftir 1,4 milljónir í þjórfé – Agndofa þegar þau komust að ástæðunni
Fókus
Í gær

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell

Áhorfendur hneykslaðir á „ógnvekjandi“ útliti Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unni sárnaði skilaboð sem hún fékk – „Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“

Unni sárnaði skilaboð sem hún fékk – „Ef þú snýrð dæminu við, myndirðu segja þetta við manneskju í yfirþyngd?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flytur heiminum vafasama útgáfu af Íslandssögunni – Var Ísland nærri því að verða alfarið án kvenna?

Flytur heiminum vafasama útgáfu af Íslandssögunni – Var Ísland nærri því að verða alfarið án kvenna?