Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Fókus

Umdeildur fótboltalæknir

Fókus
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 21:15

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamanninum Hjörvari Hafliðasyni var sagt upp störfum hjá Sýn í síðustu viku og kom það mörgum á óvart. Hins vegar kom það ýmsum starfsmönnum fjölmiðlafyrirtækisins ekkert sérstaklega í opna skjöldu vegna styrjar sem hefur staðið um hlaðvarpsþátt Hjörvars, Dr. Football. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV var þátturinn þyrnir í augum yfirmanna Sýnar, þótt Hjörvar segist ekki kannast við það í samtali við blaðamann. Ástæðan fyrir því að Dr. Football er svo umdeildur er sú að hann var tekinn upp í stúdíói Sýnar, þótt hann væri á einkavegum Hjörvars og félaga, að sögn heimildarmanna DV. Samkvæmt heimildum DV eru miklar tekjur af Dr. Football, sem fjallar eingöngu um knattspyrnu eins og nafnið gefur til kynna, en Sýn missti nýverið enska boltann yfir til Símans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið

Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“
Fókus
Fyrir 1 viku

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 1 viku

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“