fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Salka Sól: „Það er ótrúlegur kvíði og vanlíðan sem fylgir því að komast að eigin ófrjósemi“

Fókus
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 14:10

Salka Sól og Arnar Freyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurparið Salka Sól og Arnar Freyr tilkynntu það í gær á Instagram að þau ættu von á barni. Söngkonan opnar sig um ófrjósemi í einlægri færslu á Instagram.

„Í mörg ár hélt ég að myndi aldrei geta orðið ólétt og síðustu ár var allt reynt til að láta það gerast. Ég var sett á allskonar pillur og lyf fór í aðgerðir á eggjastokkum, en ekkert virtist ganga. Það er ótrúlegur kvíði og vanlíðan sem fylgir því komast að eigin ófrjósemi. Maður hugsar alls ekki rökrétt og allar fréttir af börnum og ólettum urðu svo erfiðar og það var mikið grátið,“ segir Salka Sól og heldur áfram.

„Við Arnar fórum svo á fund hjá Livio og ákváðum að fara í tæknifrjóvgun sem er langt og strangt ferli. Það var því svo mikill léttir þegar hún gekk hjá okkur í fyrstu tilraun eftir allar sorgina sem gekk á undan. Við náðum aðeins einu eggi sem var sett i frysti og síðan var það sett upp. Þess vegna köllum við þann sem er i bumbunni Litla Lurkinn okkar. Ég treysti mér aldrei til að tala um þetta opinberlega, sorgin og kvíðinn sem fylgdi þessu var einfaldlega of mikill. Ég var hins vegar mjög opin með þetta við fólkið mitt, en núna finnst mér gott að létta af mér. Við getum ekki beðið eftir því að verða foreldrar þessa barns.“

https://www.instagram.com/p/BzdAj3Dh5JY/

Þau Salka og Arnar Freyr trúlofuðu sig í ágúst árið 2017 eftir tveggja ára samband. Hann er í hljómsveitinni Úlfur Úlfur, sem notið hefur mikilla vinsælda, en Salka hefur sjálf verið að slá verulega í gegn á undanförnum árum, meðal annars í nýrri uppsetningu leikritsins Ronja Ræningjadóttir á vegum Þjóðleikhússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta